Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 43
Samgöngumál 457 Gælunöfn fyrstu fólksbílanna sem Hafnfirðingar eignuðust voru Beljan og Tuddinn. Þeir voru af gerðinni Panhard Lavassor og Daimler og notaðir til daglegra ferða milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur sumrin 1914 og 1915. Myndin er af Beljunni, tekin í Hafnarfirði 1915. Undir stýri situr Stefán Jóhannsson en heimildir herma að hann hafi lært á bílinn á dagparti og að því loknu umsvifalaust hafið akstur með farþega milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Ljósmyndina tók Sæmundur Guðmundsson. Karli Rúnari Þórssyni hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar er þökkuð lipurð við útvegun myndarinnar. aurar. Steindór og BSR komu í kjölfarið með strætisvagnaferðir og árið 1935 var stofnað fyrir- tækið Áætlunarbílar Hafnar- íjarðar hf. og sótti fyrirtækið um sérleyfi að minnsta kosti til helminga við SVR. Þeir fjórir aðilar sem hér hafa verið nefndir fengu síðan sérleyfi og fékk hver um sig tjórðung af leyfinu. Sérleyfishafarnir týndu tölunni á næstu árum og Póst- og sima- málastjórnin sá um fólksflutn- inga milli HafnarQarðar og Reykjavíkur með miklu tapi þar til Landleiðir hf. keyptu alla vagnana, sem voru af gerðinni Skoda, en ákveðið var að end- urnýja flotann. Fyrsti nýi vagn- inn var tekinn í notkun haustið 1951. Landleiðir sáu siðan um almenningssamgöngur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur allt þar til Almenningsvagnar bs. voru stofnaðir og nú höfum við stofnað eitt byggðasamlag um reksturinn þar sem eitt leiðakerfi nær yfir allt höfuðborgarsvæðið. Af sameiningunni er umtalsvert hagræði en eins og áður er fram komið var vegur almennings- samgangna á höfuðborgarsvæð- inu heldur holóttur fram eftir öldinni, eða þar til Landleiðir tóku yfir reksturinn. Þeir sinntu hlutverki sínu að mörgu leyti prýðilega þótt heldur hafi verið farið að halla undan fæti síðustu árin. Með stofnun byggðasam- lagsins Almenningsvagna stóðu sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu utan Reykjavíkur að því að bæta þessa þætti enda ljóst að rekstur á slíku fyrirtæki er erf- iður án fjárhagslegrar hlutdeildar úr sameiginlegum sjóðum. Samið var við Hagvagna hf. um að veita þjónustuna og sinnir fyrirtækið enn akstri, nú fyrir byggðasamlagið Strætó, sem byggir að mestu leyti á Strætis- vögnum Reykjavíkur. Ég tel að þessi þróun hafi verið farsæl en blikur eru þó á lofti um að sveitarfélögin þurfi að kosta meiru til rekstrarins en áætlað var. Valda því margvís- legar ástæður sem ég ætla ekki að tíunda hér. En ég tel fyllstu ástæðu til þess að við spyrjum okkur hvernig við viljum sjá rekstur Strætó bs. i framtíðinni, hvar við viljum leggja mestar áherslur og hver séu grundvallar- atriðin í rekstri á slíku íyrirtæki. Markmiðin verða að vera skýr en þau mega ekki vera óum- breytanleg. Ég er á þeirri skoðun að við eigum að leita allra leiða til þess að hagræða í rekstrinum og reyna að lækka kostnaðarþátt- töku sveitarfélaganna eins og að var stefnt í upphafi. Til þess getum við þurft að taka erfiðar ákvarðanir enda erum við til þess kjörin að veita fjármunum skattborgara þangað sem þeirra er þörf, til uppbyggingar og þjónustu í þeim tilgangi að skapa hér samfélag sem mótað er af farsæld og festu. Við höfum borið gæfú til þess að ná saman um erfið mál sem lengi hafa verið í deiglunni. Við höfum sameinað slökkviliðin og unnið sameiginlega að heildrænu skipulagi fyrir höfuðborgar- svæðið. Endurvinnslumálin eru sameiginleg og brátt almanna- varnirnar. Þetta samstarf er nauðsynlegt fyrir okkur til þess að fá heildræna yfirsýn yfir sameiginleg verkefni og hags- muni og leysa þau með hliðsjón af mismunandi sjónarmiðum. Slík vinna felur auðvitað alltaf í sér málamiðlun en tekið er á öllum meginatriðum og þau látin ráða því hvernig málin eru til lykta leidd. Svæðisskipulagið er gott dæmi um slíkan samstarfs-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.