Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 50
Erlend samskipti
Þorsteinn Brynjar Björnsson stjórnmálafrœðingur:
Hagsmunagæsla íslenskra
sveitarfélaga í Evrópusamvinnu
Niðurstöður samneíndrar skýrslu sem unnin var fyrir
Samband íslenskra sveitarfélaga
Á undanförnum mánuðum hefur vaknað upp
töluverð urnræða um stöðu íslenskra sveitarfélaga
í Evrópusamvinnu, sem sennilega náði hámarki
eftir að hópur sveitarstjórnarmanna og fulltrúa
félagsmálaráðuneytisins heimsótti stofnanir Evr-
ópusambandsins í Brussel sl. vor. í kjölfar þeirrar
heimsóknar lét Samband íslenskra sveitarfélaga
gera úttekt á málefninu. Hér verður gerð stutt grein
fyrir umfjöllunarefni skýrslunnar, niðurstöðum
hennar og helstu ábendingum höfundar.
Eftir að samningurinn urn Evrópska efnahags-
svæðið (EES) öðlaðist gildi árið 1994 er óhætt að
segja að íslenskt löggjafarumhverfi mótist að rnjög
rniklu leyti innan stofnana Evrópusambandsins,
með takmarkaðri aðkomu íslenskra stjórnvalda.
Með undirritun samningsins skuldbundu lands-
menn sig til að fella í lög stóran hluta þágildandi
gerða sambandsins, auk fjölda reglugerða og til-
skipana sem settar skyldu á ýmsum sviðum í fram-
tíðinni. Umrædd löggjöf hefur allar götur síðan
haft mikil áhrif á íslenska samfélagsþætti og er þar
sveitarfélagastigið engin undantekning. Gott dæmi
um það er tilskipun um fráveitumál og hreinsun
skólps en rætt er um að hún muni kosta sveitar-
Þorsteinn Brynjar Björns-
son er stjómmálafrœðingur
að mennt og stundar nú
nám í Evrópufrœðum við
Eberhardt-Karls háskólann
í Tiibingen í Suður-
Þýskalandi. Hann hefur
skrifað ýmsar greinar um
Evrópumál i blöð og tímarit
og stundað ráðgjöf í þeim
málaflokki.
félögin um 20 milljarða króna þegar upp verður
staðið. Þótt áhrifin af þessu rnikla átaki hafi að
langmestu leyti verið jákvæð verður ekki fram hjá
því litið að umrædd tilskipun er ekki sett fram með
íslenskar aðstæður í huga. Líkt og margar gerðir
Evrópusambandsins tekur hún fyrst og fremst mið
af þéttbýlinu á meginlandi álfunnar, enda höfum
við valið þann kost að taka ekki fúllan þátt i
ákvarðanatöku um löggjafarmótun innan sam-
bandsins.
Löggjafarsetning á EES-svæðinu
Sambandi íslenskra sveitarfélaga er ætlað að
gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigins hér á landi,
ekki síst gagnvart stjórnvöldum, en nú standa rnenn
frammi fyrir þeirri staðreynd að þessir
hagsmunir mótast að miklu leyti innan stofnana
Evrópusambandsins í Brussel. í ljósi þeirrar stað-
reyndar er eðlilegt að menn spyrji sig hvernig
fylgjast megi betur með hagsmunamálum sveitar-
félaganna í Evrópusamvinnu og öðlast betri
aðgang að mikilvægum upplýsingum. Áður en við
leitum svara við slíkum spurningum verðum við að
gera okkur grein fyrir stöðunni eins og hún er nú.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er eina
stofnunin sem rétt hefur til að leggja fram nýjar
tillögur til lagasetningar á Evrópska efnahags-
svæðinu. Þegar undirbúningur að slíkum tillögum
er hafinn nýtur hún aðstoðar fjölda sérfræðinga-
nefnda en í þeim hafa seturétt fulltrúar frá öllum
ríkjum Evrópusambandsins, auk Islands, Noregs
og Liechtenstein. Fulltrúar fastanefndar EFTA (Frí-
verslunarsamtaka Evrópu) skiptast jafnframt reglu-
lega á skoðunum við starfsmenn framkvæmda-
stjórnarinnar og koma þar sjónarmiðum ríkis-
stjórna sinna á framfæri. Þegar framkvæmda-
stjórnin hefur lokið við tillögugerðina eru þær