Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 63
Öryggismál
477
frá 1826-1850 endurspeglar bættar veðurfarsað-
stæður, samdrátt í sauðfjárbúskap á snjóflóða-
hættusvæðum og bættar samgöngur sem hafa
dregið úr ferðalögum um hættuleg svæði til fjalla.
Fjölgunin á síðasta tímabilinu er afleiðing aukinnar
ferðamennsku og vetrarferða til íjalla á því tíma-
bili. Slys í byggð eru tiltölulega fá á tímabilinu
1926-1975 en á tímabilinu 1976-2000 fjölgar
þeim skyndilega. Það má að mestu skýra með stóru
snjóflóðaslysunum 1995.
2. tafla sýnir að frá 1974 hafa um þrefalt fleiri
farist í snjóflóðum í byggð en utan byggðar. Hlut-
fallið er mjög hátt i samanburði við önnur lönd þar
sem er snjóflóðahætta og endurspeglar hættulega
staðsetningu margra byggðarlaga á Islandi. 3. tafla
sýnir tíma- og staðsetningu snjóflóðaslysa í byggð
hér á landi síðan 1974.
3. tafla. Dauðaslys af völdum snjóflóða á
byggð á nýliðnum áratugum.
Dagsetning Staður Dauðsfoll
20.12 1974 Neskaupstaður 12
22.01 1983 Patreksfjörður 4
05.04 1994 Tungudalur, Skutulsfirði 1
16.01 1995 Súðavík 14
18.01 1995 Grund, Reykhólahreppi 1
26.10 1995 Flateyri 20
Samtals 52
er afmarkað i báða enda af stórum slysum. Á hinn
bóginn þarf að hafa hugfast að mörg íbúðarhús
hafa verið byggð á hættusvæðum á íslandi frá
1974 svo að búast má við að heildaráhætta vegna
snjóflóða hafi aukist á tímabilinu.
Fjárhagslegt tjón
Gríðarlegt ljárhagslegt tjón hefur orðið vegna
ofanflóða á íslandi. Skipta má tjóninu í þrjá þætti.
í fyrsta lagi beint tjón á byggingum og öðrum
mannvirkjum og einnig töpuð verðmæti, svo sem
vegir, lagnir o.fl., sem yfirgefin eru eftir snjóflóða-
slys. Beinn kostnaður af þessum toga fellur að
rnestu á Viðlagatryggingu íslands sem starfrækt er
á vegum ríkisins. Bætur vegna eigna sem ekki voru
tryggðar af Viðlagatryggingu hafa verið fjármagn-
aðar úr ríkissjóði og að hluta með frjálsum fram-
lögum. I öðru lagi er kostnaður við björgun og
annar slíkur kostnaður sem tengist slysunum. Sá
kostnaður er að mestu greiddur af ríkinu. í þriðja
lagi er beint og óbeint Jjárhagslegt tjón vegna
tímabundinnar röskunar á daglegu lífi þar sem
snjóflóðaslys verða. Slíkur kostnaður er ekki
greiddur af tilteknum aðila og er ekki talinn með
hér.
Beint fjárhagslegt tjón og kostnaður við björgun-
araðgerðir er sýndur í 4. töflu (tölurnar miðast við
verðlag i ágúst 2000).
Fjöldi dauðsfalla í snjóflóðum á 26 ára tímabili
milli 1974 og 2000 þarf ekki að endurspegla nú-
verandi áhættu vegna snjóflóða á íslandi. Tímabilið
5. mynd. Dauðsföll af völdum snjóflóða utan byggðar á íslandi á
tímabilinu 1801-2000. Um er að ræða slys á þjóðvegum og í
óbyggðum.
4. tafla. Fjárhagslegt tjón og kostnaður við
björgunaraðgerðir 1974-2000.
Tegund tjóns Milljarðar króna
Snjóflóð að frátöldum skíðasvæðum, raflínum o.þ.h. 3,00
Tjón á skíðasvæðum 0,17
Raflínur, hitaveitur o.þ.h. 0,07
Tjón vegna aurskriðna 0,09
Samtals 3,3
Taflan sýnir að mestur hluti kostnaðarins hefur
orðið vegna snjóflóða sem fallið hafa á byggð
(um 90%). Meirihluti kostnaðarins hefur hlotist af
þremur stærstu slysunum, i Neskaupstað 1974
(1030 milljónir kr.), Súðavík 1995 (600 milljónir
kr.) og Flateyri 1995 (730 milljónir kr.). Meirihluti
þeirra sem farist hafa í snjóflóðum á byggð siðan
1974 fórst einnig i þessum sömu slysum (46 af 52).
Innifalið í fjárhagslegu tjóni eru tryggingarbætur