Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 67

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 67
Öryggismál 481 Annað tjón og kostnaður Auk beins Qárhagslegs kostnaðar hlýst mikið tjón af dauðsföllum í slysum, þó að erfitt eða nær ómögulegt sé að meta það til íjár. Þrátt fyrir að það hafi ekki skýra merkingu að meta hvert mannslíf til tiltekinnar Qárupphæðar má nálgast kostnaðinn með hliðsjón af kostnaði sem samfélagið ver til að auka öryggi borgaranna, með heilsugæslu, öruggari umferðarmannvirkjum o.s.frv. Ekki er óeðlilegt að gera ráð fyrir að takmörk séu fyrir því hversu miklu fé er varið til þess að bjarga einu mannslífi. Ef mannskaði verður í slysi, sem koma hefði mátt í veg fyrir með mun minni kostnaði en oft er varið til þess að bjarga mannslífum á sjúkrahúsum og víðar í samfélaginu, þá má líta svo á að farið hafi forgörðum tækifæri til þess að koma í veg fyrir slysið. í þessum skilningi er hægt að hugsa sér að meta mannskaða í slysum til fjár og er þá oft miðað við að eitt dauðaslys jafngildi nokkurra hundraða milljóna kr. tjóni. Svo verður litið á hér á eftir og gert ráð fyrir að samfélagið sé tilbúið að greiða á stærðarþrepinu 100 milljónir kr. til að bjarga einu mannslífi. Sé miðað við ofangreint ijárhagslegt virði mannslífs er kostnaður af manntjóni í ofanflóðum á síðustu 26 árum 69x100 milljónir kr., eða 6,9 milljarðar kr. Þetta má túlka með þeim hætti að þessari upphæð sé samfélagið tilbúið að verja í að- gerðir til að verjast slysunum og bætist hún við beint Qárhagslegt tjón sem talið er til að framan. Enn eitt vandamál sem hlýst af snjóflóðahættu er röskun á daglegu lífi og óþægindi sem hljótast af hættunni, jafnvel þó að flóð falli ekki. Kostnað vegna þessa er einnig erfitt að meta. Augljósust eru óþægindi sem skapast af tíðum rýmingum á hættu- svæðum. Óöryggi og ótti fólks sem býr á hættu- svæðum skiptir einnig miklu máli en hann er nær ómögulegt að meta til íjár. Heildarkostnaður vegna snjóflóða og skriðufalla Að framan er talinn kostnaður sem hlotist hefúr af snjóflóðaslysum frá og með snjóflóðunum í Neskaupstað 1974. Ef lagður er saman beinn og óbeinn kostnaður vegna snjóflóðaslysa, þ.e. kostn- aður við uppkaup húsa og byggingu varnarvirkja, er heildarkostnaðurinn um 5,8 milljarðar króna. Inni í þeirri tölu er kostnaður við flutning byggðar í Súðavík, uppkaup húsa í Hnífsdal, kostnaður við að reisa varnarvirki á Flateyri og Siglufirði og áætlaður kostnaður vegna byggingar varnarvirkja í Neskaupstað. Um 3,3 milljarðar eru beinn fjár- hagslegur kostnaður vegna snjóflóða og skriðu- falla, en kostnaður við varnarvirki og flutning byggðar er um 2,5 milljarðar króna. Gera má ráð fyrir að ótalinn sé kostnaður sem svarar nokkrum hundruðum milljóna króna. Ef bætt er við metnum fjárhagslegum kostnaði vegna manntjóns síðustu 26 ár, eins og gerð er grein fyrir að framan, og grófu mati á ótöldum kostnaðarliðum, verður heildarkostnaður vegna snjóflóða og skriðufalla á íslandi yfir 13 milljarðar króna á tímabilinu. Snjóflóðahætta og viðunandi áhætta Snjóflóðahættumat er grundvöllur aðgerða sem miða að því að auka öryggi. Það á bæði við um skipulag og einnig hönnun snjóflóðavarnarvirkja þar sem hús hafa verið reist á hættulegum svæðum. Eftir snjóflóðin í Neskaupstað 1974 var gerð úttekt á snjóflóðahættu víða á Islandi. Það starf leiddi hins vegar ekki til grundvallarbreytinga á viðbún- aði við snjóflóðum hér á landi, hvorki í sambandi við hættumat né skipulag byggðar á hættusvæðum. Það var fyrst í kjölfar snjóflóðaslysanna 1995 sem ljóst varð að talsverður fjöldi fólks byggi á svæðum þar sem áhætta vegna snjóflóða er óvið- unandi. í kjölfarið voru snjóflóðarannsóknir á Veð- urstofú íslands auknar og Veðurstofúnni falið það hlutverk að meta snjóflóðahættu hérlendis. Fljótlega eftir snjóflóðið í Súðavík 1995 voru rannsóknir á hættumati efldar. 1 rannsóknarverk- efni við Háskóla íslands voru þróaðar tölfræðilegar aðferðir við hættumat. Niðurstöður verkefnisins voru m.a. að það hefði ýmsa kosti að afmarka hættusvæði með því að meta áhættu einstaklinga og þróuð var aðferð til að meta áhættu vegna snjó- flóða. Meðal snjóflóðasérfræðinga, embættismanna og sveitarstjórnarmanna á svæðum þar sem snjóflóða- hættu gætir var rætt um hvað væri viðunandi áhætta vegna snjóflóða. Ibúar standa í vissum skilningi berskjaldaðri gagnvart áhættu af völdum snjóflóða á heimili sínu en gagnvart slysaáhættu af flestum öðrum orsökum. Því verður að reyna að forðast slíka áhættu í ríkari mæli en aðra áhættu, svo sem slysaáhættu á vinnustöðum eða í umferð- inni sem hver einstaklingur getur haft veruleg áhrif á með vali sínu eða hegðun. Þannig er eðlilegt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.