Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 104

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 104
518 Ýmislegt Jens Ólafsson, framkvœmdastjóri hjá Ábendi-ráðningar og ráðgjöf ehf: Frammistöðumat og starfsmannasamtöl Hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum, stórum sem smáum, fer ætíð fram einhvers konar mat á hæfni starfsmanna. Þetta mat er iðulega frekar óformlegt og sjaldnast til skráðar reglur eða leið- beiningar um framkvæmd þess. A undanförnum árum hafa æ fleiri fyrirtæki og stofnanir tekið upp formlegt frammistöðumat og sífellt algengara er að í kjarasamningum sé beinlínis kveðið á um að ein- hvers konar mat eða endurskoðun á vinnu starfs- manns eigi að fara reglulega fram. Nýlegt dænri um slíkt ákvæði er að finna í nýjasta kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Islands fyrir grunnskóla. Þar segir að skólastjóri eigi „... að endurraða [...] störfum eftir því hvernig störf skiptast á milli starfsmanna innan skóla, svo og staðsetningar starfa í skipuriti, ábyrgðar, álags og hve störfin eru sérhæfð." Þá skuli „... skoða sérstaklega urnfang umsjónarstarfa, faglega, stjórnunarlega og íjár- hagslega ábyrgð ... [og]... meta andlegt og líkam- legt álag og persónulega færni.“ Að lokum er sagt að ,,[l]aun skv. þessu ákvæði skulu endurskoðuð árlega út frá störfum og persónulegri færni.“ Með þessu er varpað aukinni rekstrarlegri og stjórnunarlegri ábyrgð á skólastjórnendur og þeim er nú gert að meta „persónulega færni“ hvers og eins kennara. Til að þeiin sé það unnt er nauðsyn- legt að þeir hafi einhver tæki í höndunum til að í fyrsta lagi að skilgreina „persónulega færni“ og í öðru lagi að meta starfsmennina innbyrðis. Til þess er hægt að nota formlegt frammistöðumat. Hvað er frammistöðumat? Frannnistöðumat (Performance Appraisal) er Höfundur er stjómunar- frœðingur. Hann skrifaði m.a. Handraóa, handbók um málejhi grunnskóla, fyrir sambandið og hefur haldið námskeið fyrir stjórnendur grunn- og leikskóla um sama efni og greinin fjallar um. aðferð sem lengi hefur verið notuð við starfs- mannastjórnun erlendis og hefúr verið skilgreint sem ferli við að meta hversu vel starfsfólk sinnir störfum sínum samanborið við fyrirfram ákveðna staðla. Frammistöðumat fer oftast þannig fram að annars vegar er notað staðlað mat til að greina ákveðna fyrirframákveðna þætti í starfinu og hins vegar með starfsmannasamtali. í þessari grein verður hugtakið frammistöðumat notað jafnt um matið sjálft og um starfsmannasamtöl, sem er órjúfanlegur hluti matsins. Frammistöðumat er tiltölulega nýtt fyrirbæri í íslenskri starfsmannastjórnun. Saga fræðilegrar umræðu um starfsmannastjórnun er frekar ung á íslandi en þó er til lítið gult kver eftir Margréti Guðmundsdóttur er gefið var út árið 1990 og nefnist einfaldlega „Starfsmannastjórnun“ og fyrir utan greinargóða umijöllun um efnið í þeirri bók hefur lítið verið gert af því fram að þessu á íslenskum vinnumarkaði að þróa slík stöðluð möt. Segja má að frumkvæðið að því að koma á frammistöðumati sem almennri aðferð við starfs- mannastjórnun sé að finna hjá stéttarfélögunum. Mér vitanlega er fyrsta dæmið uin ákvæði um regluleg (árleg) starfsmannasamtöl að finna í sér- kjarasamningi VR við Flugfélag íslands árið 1997. Frammistöðumat hefur frá upphafi, jafnt erlendis sem hér á landi, verið fyrst og fremst notað i einkageiranum, enda svigrúm til launahækkana að öllu jöfnu meira í einkageiranum en hjá hinu opin- bera (ríki og sveitarfélögum). Segja má að hér á landi hafi skort allar forsendur fyrir skipulögðu frammistöðumati hjá hinu opinbera þar sem launakerfið hefur verið mjög miðstýrt, röðun i launaflokka iðulega rniðuð við menntun og Iauna- hækkanir nær eingöngu bundnar við starfsaldur. Þær kröfur, sem gerðar eru til frammistöðumats, geta verið mjög mismunandi á milli fyrirtækja og stofnana og því er nauðsynlegt að aðlaga frammistöðumatið að upplýsingaþörf, starfsmanna- stefnu og rekstrarformi hvers fyrirtækis og hverrar stofnunar unr sig. Það sem getur hentað einu fyrir- tæki eða stofnun hentar öðru ekki. Þá er einnig mikilvægt, þegar slíku mati er komið á fót í fyrsta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.