Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 17

Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 17
HUGLEIÐINGAR I HANDRITASAFNI 15 leyti mælir ekkert á móti því, að rithandarprentanir séu gefnar út fyrst í sérstöku bindi, og að' prenttexti með skýringum komi síðar í öðru. En vandinn varðandi ljósmyndir og rithandarútgáfur hefur einnig tæknilega hlið, sem við megum ekki gleyma í þessu sambandi. Ekki er nóg að hafa fjármagn og venjulegan ljósmyndara. íslenzk handrit koma manni alloft fyrir sjónir í ótrúlega slæmu ásigkomulagi. Ég er óviss um það, að til uiuni vera nokkrar þær miðaldabókmenntir aðrar, sem séu jafn óaðgengi- legar sökum þeirrar meðferðar, er handritin hafa hlotið. Skinnbækurnar frá Islandi eru dökkar, blettóttar, einatt hálf-ólæsilegar, letrið víð’a máð burtu, að maður gleymi svo ekki því, að svotil alltaf vantar margar síður í bók; einatt er aðeins um að ræða einhverjr leifar, eftirslitrur af handritum, sem áður fyrr liafa verið' stór og fögur, jafnvel geysiskrautleg. íslenzkt handrit, sem snemma hefur komizt til Noregs, t. d. Ólafs saga helga, í Stokkhólmi, lítur að öllum jafni allt öðruvísi út; hefur varðveitzt miklu betur en það' handrit, sem verið hefur á íslandi allt þar til söfnunin mikla atti sér stað á 17. öld og um aldamótin 1700. Ástæðurnar fyrir þessu hörmu- lega ásigkomulagi eru margar. Ein höfuðorsökin hlýtur að vera sú, að hús a Islandi hafa verið slæm, rakafull og sótug; það hlýtur að hafa verið reykurinn, sem gerði skinnið svona dökkt. Klausturbókasöfnunum, sem sennilega hafa verið geymd við tiltölulega góð skilyrð'i, var sundrað og þau eyðilögð um siðaskiptin. Þegar saman eru borín lagahandrit og sagnahand- rit, er um merkilegan mun að ræða, sem sé þann, að lagahandritin eru upp td hópa í miklu betra ásigkomulagi. Því hlýtur að hafa verið þannig farið, að lagahandritin hafa lilotið nærfærnari með'ferð sökum þess, hve hagnýt- ara gildi þeirra var; sagnahandritin höfðu aftur á móti því hlutverki að gegna að vera til skemmtunar, þeim var ætlað að fyrnast smám saman við lestur. Það er einkennandi, að sagnahandritunum er oft þannig farið, að fremstu og öftustu síðu í samfellu er einkar erfitt að lesa; ástæð'an hlýtur að vera sú, að bókin hefur verið í lausum örkum, og þegar lesið var upp- hátt úr henni, hefur sá, sem las, haldið á henni í höndunum. Á 17. öld, l)egar pappír var fyrst hagnýttui í bækur, urðu gömlu skinnbækurnar enn- bá ellilegri en áður; menn báru enga virðingu fyrir myndugleik aldursins; þess var óskað, sem auðvelt var að lesa. Eyðileggingin á þessum tíma er augljós, því að' þegar Árni Magnússon safnaði því, kringum 1700, er síðar varð Árna Magnússonar-safn, voru einnig skinnpjötlur og hálfvegis eyði- lagðar bækur dýrgripir í hans augum; hann bjargaði á síðustu stundu fjiilda bókarleifa, sem án hans tilverknaðar myndu nú glataðar. Vitanlega er hægt að líta þannig á, að handrit þessi, sem bera glögglega uienjar svo rækilegrar notkunar, að þeim hefur bókstaflega verið slitið upp Vlð lesturinn, þau hafi sína sérstöku áferð', er þau handrit hafi ekki, sem ^unnin séu upp í öðrum löndum þar sem hús voru betri og bókmenntir aðeins ætlaðar þeim, sem lærðir voru. En undir öllum kringumstæðum er þessi áferð til geysilegra óþæginda fyrir útgefandann. Ekki er nóg að semja afl'it og bera saman, einatt verður líka að verja óþægilega löngum tíma til þess eins að lesa. Lesturinn getur orðið nokkurs konar dægradvöl, þar verð'-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.