Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 80
78
HELGAFELL
til þess að sýna, hversu nákvæm frá-
sögnin er, segir sagan — styttri gerð-
in — að „konurnar sátu meir upp
í brekkuna“ („en lindirnar tóku að
dreifa úr sér“ — undanþegið).1).
Sérstaka athygli vöktu þessar rák-
ir að vetrarlagi, þegar snjór var á
jörðu. Fraus þá ekki milli ársældar-
guðsins, Freys, og goða hans. Hitt er
misskilningur að ætla, að haugurinn
sjálfur hafi verið þíður, þegar önn-
ur jörð var freðin. Hins vegar hafa
kynslóðirnar, sem búið hafa í Hauka-
dal, séð teinana 1 túni Þorgríms í
þúsund ár, eins og Gísli sá þá, þótt
nú séu þeir horfnir.
Standi maður á Þorgríms haugi nú
og horfi í suður, sjást að sumarlagi
iðgrænir töðuvellir þar, sem Grafirn-
ar voru áður; móar og mýrar hafa
verið framræsaðar. Nú er véltækni
nútímans að verki. Snúirðu þér í
norður, sérðu djúpa dæld með leir-
pollum hér og þar. Það er eftir af
Seftjörninni fornu og frægu. Og gæt-
irðu að teinunum hans Gísla í túni
Þorgríms, þá eru þeir heldur ekki til;
tjörnin þvarr og þeir hurfu með sáð-
sléttunum.
Það er því hver síðastur að halda
minningu þeirra á lofti, svo að þeir
glatist ekki alveg, sérstaklega þegar
þeir eru orðnir að misskildu bók-
menntalegu atriði.
III.
Gísla saga Súrssonar nefnir sex
býli í Haukadal. Þau eru: Sæból,
Hóll, Nefstaðir, Skammfótarmýri,
Annmarkastaðir og Orrastaðir. Allir
staðirnir halda sínum örnefnum enn,
1) Gísla saga Súrssonar II, 1899, bls.
140. — Yfrleitt er II. talin upprunalegri
heimild en lengri sagan.
nema tveir þeir síðasttöldu; þó vita
menn staðsetningu þeirra allra. Tvö
þeirra hafa verið stórbýli, Sæból og
Hóll; hin smábýli. Hin stærri tvö eru
nú innan girðingar í Haukadal. Fram
á síðasta tug 19. aldar voru fyrir-
ferðamiklar tóftir í túninu, þar sem
bæirnir höfðu staðið; nú eru þaer
sléttaðar. Tóftarbrot smábýlanna
sjást enn, nema Skammfótarmýrar;
það bæjarstæði er hulið af skriðu-
föllum. — Ágæt textalagfæring er
það hjá B.K.Þ. að staðsetja þetta býli
austan Haukadalsár; allar aðrar út-
gáfur hafa vestan árinnar, og er það
rangt.
Aftur á móti skjátlast útgefanda
á staðsetningu Orrastaða, augljóslega
vegna skorts á upplýsingum. í for-
mála á bls. XXXII stendur: „Um
Orrastaði veit enginn neitt.“ Þetta er
ofmælt. Nokkru ofar á sömu blað-
síðu er sagt: „En þar (í Haukadal)
hafa einnig fram á vora daga gengið
munnmæli um það, að kerling sú,
sem hleypti skriðunni á Skammfót-
arengi, hafi búið í tóftum þeim, sem
nú eru kallaðar Koltur og standa und-
ir fjallinu Kolturshomi".1)
Hér er tvennt að athuga. í fyrsta
lagi heita tóftirnar, sem „standa und-
ir fjallinu Kolturshorni" ekki Koltur
(þótt svo hefði mátt ætla) heldur Sel.
Tilgáta Sigurðar Vigfússonar er því
rétt, að þar hafi Annmarkastaðir ver-
ið. í öðru lagi eru Koltur til sem ör-
nefni og þar eru líka tóftir, en þser
eru um einum kílómetra heimar í
dalnum.2) Þar voru Orrastaðir. Þetta
1) Leturbr. greinarhöfundar Ól. Ól.
2) Hér er vestfirzkum talshætti fylgt-
Við segjum: ,.Fram til fjalla,“ en ekki:
„fram til sjávar“, heldur heim, því að
flestir bæir standa nú í dalmynni.