Helgafell - 01.04.1954, Page 80

Helgafell - 01.04.1954, Page 80
78 HELGAFELL til þess að sýna, hversu nákvæm frá- sögnin er, segir sagan — styttri gerð- in — að „konurnar sátu meir upp í brekkuna“ („en lindirnar tóku að dreifa úr sér“ — undanþegið).1). Sérstaka athygli vöktu þessar rák- ir að vetrarlagi, þegar snjór var á jörðu. Fraus þá ekki milli ársældar- guðsins, Freys, og goða hans. Hitt er misskilningur að ætla, að haugurinn sjálfur hafi verið þíður, þegar önn- ur jörð var freðin. Hins vegar hafa kynslóðirnar, sem búið hafa í Hauka- dal, séð teinana 1 túni Þorgríms í þúsund ár, eins og Gísli sá þá, þótt nú séu þeir horfnir. Standi maður á Þorgríms haugi nú og horfi í suður, sjást að sumarlagi iðgrænir töðuvellir þar, sem Grafirn- ar voru áður; móar og mýrar hafa verið framræsaðar. Nú er véltækni nútímans að verki. Snúirðu þér í norður, sérðu djúpa dæld með leir- pollum hér og þar. Það er eftir af Seftjörninni fornu og frægu. Og gæt- irðu að teinunum hans Gísla í túni Þorgríms, þá eru þeir heldur ekki til; tjörnin þvarr og þeir hurfu með sáð- sléttunum. Það er því hver síðastur að halda minningu þeirra á lofti, svo að þeir glatist ekki alveg, sérstaklega þegar þeir eru orðnir að misskildu bók- menntalegu atriði. III. Gísla saga Súrssonar nefnir sex býli í Haukadal. Þau eru: Sæból, Hóll, Nefstaðir, Skammfótarmýri, Annmarkastaðir og Orrastaðir. Allir staðirnir halda sínum örnefnum enn, 1) Gísla saga Súrssonar II, 1899, bls. 140. — Yfrleitt er II. talin upprunalegri heimild en lengri sagan. nema tveir þeir síðasttöldu; þó vita menn staðsetningu þeirra allra. Tvö þeirra hafa verið stórbýli, Sæból og Hóll; hin smábýli. Hin stærri tvö eru nú innan girðingar í Haukadal. Fram á síðasta tug 19. aldar voru fyrir- ferðamiklar tóftir í túninu, þar sem bæirnir höfðu staðið; nú eru þaer sléttaðar. Tóftarbrot smábýlanna sjást enn, nema Skammfótarmýrar; það bæjarstæði er hulið af skriðu- föllum. — Ágæt textalagfæring er það hjá B.K.Þ. að staðsetja þetta býli austan Haukadalsár; allar aðrar út- gáfur hafa vestan árinnar, og er það rangt. Aftur á móti skjátlast útgefanda á staðsetningu Orrastaða, augljóslega vegna skorts á upplýsingum. í for- mála á bls. XXXII stendur: „Um Orrastaði veit enginn neitt.“ Þetta er ofmælt. Nokkru ofar á sömu blað- síðu er sagt: „En þar (í Haukadal) hafa einnig fram á vora daga gengið munnmæli um það, að kerling sú, sem hleypti skriðunni á Skammfót- arengi, hafi búið í tóftum þeim, sem nú eru kallaðar Koltur og standa und- ir fjallinu Kolturshomi".1) Hér er tvennt að athuga. í fyrsta lagi heita tóftirnar, sem „standa und- ir fjallinu Kolturshorni" ekki Koltur (þótt svo hefði mátt ætla) heldur Sel. Tilgáta Sigurðar Vigfússonar er því rétt, að þar hafi Annmarkastaðir ver- ið. í öðru lagi eru Koltur til sem ör- nefni og þar eru líka tóftir, en þser eru um einum kílómetra heimar í dalnum.2) Þar voru Orrastaðir. Þetta 1) Leturbr. greinarhöfundar Ól. Ól. 2) Hér er vestfirzkum talshætti fylgt- Við segjum: ,.Fram til fjalla,“ en ekki: „fram til sjávar“, heldur heim, því að flestir bæir standa nú í dalmynni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.