Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 98
96
HELGAFELL
rífur samhengið, fer niður úr tónstiga
óperettunnar, ef svo mætti segja, að
sínu leyti líkt og raddir Magnúsar
og Guðmundar Jónssona fara langt
upp fyrir. Á millisviðinu lágu
kvennakórsöngvar eins og þokkaleg
frammistaða kirkjukórs í sveit, en
liðsforingjakórinn lyfti allt 1 einu
sönghæðinni upp í beljandi karla-
kórssöngs. Svona var sýningin á allar
hliðar, ójöfn og jafnvægislaus. Stíl-
leysi, hávaði og óðagot braut jafnhart
niður góðu áhrifin frá einstökum leik-
urum. Á sérsviði Þjóðleikhússins, í
ballettinum, birtust læralangar meyj-
ar í bidstedskum Can-Can-dansi, en
nú brá svo við, að höfuðið fór að
styðja fæturna og lagði til óhljóð til
að vera í stílnum, Ég veit ekki, hvað
Bidsted heldur um menntunarástand-
ið í Þjóðleikhúsinu, en hann heldur
áreiðanlega, að við þarna á áhorf-
endabekkjunum séum á borð við
Tivoli-gesti, þegar ameríski flotinn
liggur við Löngulínu í Kaupmanna-
höfn.
Sigrún Magnúsdóttir lék Denise
eins og fyrir 12 árum — og þó ekki
eins- Stærð leiksviðsins og umsvif
leikstjóra þreyttu hana sýnilega og
rödd hennar fyllti ekki hið stóra rúm.
Þó var hún, ásamt Lárusi Pálssyni og
nafna okkar Ingólfssyni, eini ljósi
punkturinn í þessari sýningu. Lárus
Ingólfsson átti, auk frammistöðu sinn-
ar sem karlinn Loriot, heiður og hrós
fyrir framúrskarandi smekkleg leik-
tjöld. Á sviði skreytinga er nafni eins
sterkur og hann er veikur í landslag-
inu.
Það þýðir ekki að leyna því. Gróða-
bragð Þjóðleikhússins mistókst. Það
borgar sig stundum illa að setja bæt-
ur á gamalt fat. Óperetta Hervés
verður ekki endurnýjuð með Offen-
bach og Can-Can, enginn leikstjóri, —
ekki einu sinni útlenzkur — getur
yngt upp okkar ágætu leikara. Ni-
touche átti að setja upp með ungum,
óþreyttum kröftum og stranglega í
stílnum, — en allra bezt að koma ekki
nærri henni. Gosið rauk svo rækilega
úr henni fyrir tólf árum.
Gimbill eftir götu rann —
Leikfélag Reykjavíkur lauk leikár-
inu með sýningu á nýju íslenzku leik-
riti eftir höfund, sem nefnir sig Yðar
einlægan. Þetta er gamanleikur, ekki
stórvægilegur að efni, en Vor einlæg-
ur, hver sem hann er, kann betur til
verka á leiksviðinu en títt er um
byrjendur. Á þessu snotra verki er
slíkur menningarbragur, að hverju
leikhúsi er sæmd að því að kynna
það fyrir áhorfendum, sem eiga þá
áreiðanlega í vændum að heyra fleiri
einlægnisorð frá höfundi, ef marka
má byrjunina. Boðskapur leiksins er
í sjálfu sér nógu mikilvægur, því að
höfundur sýnir, hvernig hinir ýmsu
menningarstraumar brotna á ungu
kynslóðinni. Leikritið er um ungu
kynslóðina. Hin forna íslenzka sveit-
armenning er ekki lengur til hlífðar,
brjóstvit og músik duga henni eitt-
hvað, þegar fornsögum sleppir, en
framundan rís hin ameríska alda. Mr.
Gimble kemur að lokum inn í leik-
inn. Spurningin er, hvernig stendur
hún af sér ólagið, betur eða verr en
eldri kynslóðin í danska húsinu i
Keflavík? Höfundur svarar ekki
sjálfur, maður er dálítið efins um út-
komuna, en samúð höfundar með
ungu kynslóðinni gerir manni þo
rórra í skapi.
Leikfélag Reykjavíkur gerði þess-