Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 18
i6
HELGAFELL
ur að taka vandlega eftir hverju sýnilegu striki og reyna að koma þeim í
slíkt samhengi, að allt geti skilizt. Venjuleg ljósmyndun slíkra texta er til
lítils gagns. í útgáfuflokki Munksgaards, sem er ljósmyndaður án sérstakra
hjálpartækja, eru íjöhnargir staðir með öliu ólesandi. Tilraunir þær, sem
gerðar hafa verið með ljósmyndanir með hjálp ýmiskonar geisla, m. a.
infra-rauð'ra, hafa aðeins borið neikvæðan árangur — að einni undantek-
inni, sem ég skal nefna þegar í stað. Arinbjarnarkviða Egils, sem stendur á
næstum því ólesanlegu blaði í Möðruvallabók, var eitt sinn ljósmynduð
í Uppsölum með samskonar aðferð og borið liafði afbragðs góðan árangur
við biflíuhandritið gotneska, Codex argenteus, en myndirnar sýndu ekkert
það, sem ekki var hægt að sjá á frumritinu.
Það getur verið ótrúlega erfitt að reyna að' lesa það sem stendur á
slitnu blaði, einkum ef enginn samsvarandi texti fyriríinnst annarsstaðar,
en ótrúlega æsilegt er það jafnframt og hvetjandi. Gamalt húsráð er að
nota vatn til hjálpar: þegar skinnið' er vætt, skírist letrið andartak, og þá
er um að gera að vera fljótur til og sjá hvað þar stendur, áður en það
hverfur aftur. Osanngjarnt væri að álasa þeim rannsakendum, sem í bezta
tilgangi hafa notað þessa aðferð sökum þess þeir þekktu enga aðra; en
ekki er það vafamál, að hún hefur gert mikið tjón; letrið hefur máð'st, og
þegar skinnið sýgur vætuna inn í sig og þornar síðan, verður það jafn-
framt skorpið.
Ég þekki aðeins eitt tæknilegt hjálpargagn, sem raunverulega hefur ein-
hverja þýðingu við lestur íslenzkra handrita, en það er kvarts-lampi. Fra
þannig lampa leggur daufa og draugalega glætu á lítinn blett. Aðeins er
hægt að nota hann í myrkvuðu herbergi, og halda verður stöðugt á honum
í liendinni til þess að geta hreyft liann eftir hentugleikum. Það er því ekki
beinlínis auðvelt að nota hann, þegar jafnframt þarf að skrifa. En fyrir
kemur, að hann gerir sannkölluð kraftaverk; það getur verið æfintýiá lík-
ast að sjá, hvernig handrit með raunverulega ólesandi letri, birtist í lj()S1
þessu, ef ekki fullkomlega greinilegt, þá að' minnsta kosti miklu greinilegra
en áður. Þessi lampi getur gert samskonar gagn og vatnið áð'ur fyrr, en a
tvennan hátt er hann því vafalaust fremri: hann eyðileggur elckert — altent
vona ég, að svo sé — og birtan helzt eins lengi og logar á lampanum, þar
sem Ijósbrotin í vætunni hverfa hinsvegar á svipstundu um leið og hun
sogast inn eða gufar upp.
Kvarts-lampinn hefur opnað ný sjónarsvið. Ekki eru nema fáar vikur
liðnar síðan lokið var starfi, sem ég býst við, að vekja muni athygli þegar
af því spyrst: skinnliandrit hefur verið ljósmyndað' spjaldanna á milli eins
og það birtist í kvarts-ljósi. Þetta er aðalhandritið að Grettis sögu (AM
551 a, 4to). Það er samansett af rúmlega 100 síðum, og ekki ein einasta
þeirra er auðlesin í frumritinu, mikill hluti er af langerfiðasta tagi. I þ°s"
mynduninni er svotil allt handritið næstum því eins skýrt og greinilegt og
morgunblöðin frá deginum í dag. Ég vonast til, að þetta handrit verði gefið
út í rithandarútgáfu áður en langt um líður. Því miður er ég ekki viss um,
að við getum haldið áfram að nokkru ráði með jafn ágætum árangri. Astæð-