Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 77
Ólafur Ólafsson, skólastjóri:
Nokkur atriði úr Gísla
sögu Súrssonar
Margar íslendingasögur hafa að
geyma fjölmörg orð og örnefni úr al-
þýðumáli, er skýrt geta torskilin efni
í fomum fræðum.
Oft getur það gefið málvísinda-
mönum leiðbeiningar um uppruna
orða eða brugðið birtu yfir viðfangs-
efni og atburði, sem annars yrðu lítt
skiljanlegir eða misskildir.
Er oft unun að athuga, hve upp-
runalegu hugtökin geta verið lífseig
°g bent á réttar leiðir til úrlausnar,
samtímis því að gera frásögnina
sannsögulega og auka á gildi stað-
fræðinnar.
Ein þeirra sagna, er í fremstu röð
stendur á þessu sviði, er Gísla saga
Súrssonar.
Sum atriði hennar verða eigi skýrð,
nema frábærri staðþekkingu sé til að
dreifa, ásamt nákvæmri gerhygli og
fyllsta kunnugleik á öllum staðhátt-
um, aðallega í Dýrafirði og Önundar-
firði. Þetta tekur þó alveg sérstaklega
fil Haukadals, þar sem söguhetjan
atti heima. — Skulu nú rakin nokkur
atriði, er sýna, hve kunnugur sögu-
höfundurinn er þar, og hvernig hann
býr til einskonar staðfræðilegar
krossgátur, jafnvel kunnugum mönn-
urn. En lyktirnar verða þær, að úr-
Musnir höfundar standast gagnrýni,
auka á öryggi sögunnar, og hefja í
æðra veldi þann stíl, sem byggir á
því, að „fegurð hrífur hugann meira,
ef hjúpuð er, svo andann gruni enn-
þá fleira en augað sér.“
I.
Aldamótaárið 1900, á jólaföstu, var
ungur sveinn að leikum á Seftjörn-
inni fornu í Haukadal, ásamt öðru
æskufólki, er þar átti heima. Tvennt
var sérstaklega í huga sveinsins þá
stundina. Annað var það, að reyna
hina nýju skauta, sem honum voru
gefnir 1 fermingjargjöf vorið áður.
Hitt var Gísla saga Súrssonar, er
hann hafði nýlokið við að lesa, og
komið hafði út árið áður, á kostnað
Sigurðar Kristjánssonar.
Skautarnir voru tréskautar með
stálteinum neðan í. Reyndust þeir af-
bragðs vel, svo að hrossa- og sauða-
leggir, sem hingað til hafði verið
bjargazt við, máttu fara veg allrar
veraldar.
Tjörnin var líka þennan dag í til-
haldsflíkum sínum: hrufulaus, speg-
ilslétt og barmafull af nýlögðum ís,
— Vatnið, eins og það var kallað í
daglegu tali.
Vatnskamburinn heldur við vatnið
sjávarmegin, en hins vegar eru þrjú
melbörð, er liggja í sveig frá Hauka-
dalsá út að Vatnslæk. Hafa þau um
langan aldur gengið undir „holts“-
nafninu: Árholt innst; þar e.r Þor-