Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 116
114
HELGAFELL
lesa góðar bókmenntir? Menningar-
hættan liggur einkum í því, að blöð
og útvarp gangi of langt í tillátssemi
við það fólk, sem lægstar gerir kröf-
urnar um efni og flutning. Ríkisút-
varp á þar sérstökum skyldium að
gegna, enda viðurkennir ríkisvaldið
það líka — að minnsta kosti í orði
kveðnu. Ella mundi það ekki setja
yfir þessa stofnun þingkosið útvarps-
ráð.
— Er ekki örðugt að vinna að
skáldverkum á jafn órólegum tímum
og þeim, er nú ganga yfir heiminn?
— Það er ekki ofsagt. Rithöfund-
urinn verður að lifa í sínum eigin
heimi, en skynja samtímis heiminn í
kringum sig. Á óráðnum umbrotatím-
um býr það höfundinum ærinn vanda.
En fyrsta krafan verður ávallt ein og
hin sama — að hann sé sjálfur og
heill í því, sem hann lætur frá sér
fara.
— Já, það er víst ekki fýsilegt að
varpa fram þeirri spumingu, hvað
bíði heimsins og menningarinnar?
— Ég held það slarki, svarar Gunn-
ar Gunnarsson.
Sennilega verður þetta ekki talið
neitt úrslitasvar, en það gefur að
minnsta kosti nokkra lýsingu á hóf-
semd og raunsæi þessa heilsteypta
og karlmannlega rithöfundar, og fyr-
ir það kýs ég að láta þar við sitja.
Gunnar Gunarsson hefur á merkileg-
um skáldferli skrifað nokkur þau
verk, sem upp úr munu gnæfa, þegar
flætt hefur yfir flestar samtímabók-
menntir, og enn á hann vonandi eftir
að gera mörgum vandamálum listræn
og minnistæð skil í þeim skáldritum,
sem hann á órituð. Hann er, þegar
þetta fer í prent, nýlega orðinn sex-
tíu og fimm ára, og það er — eins og
Gunnar Gunnarsson segir — ekkert
afmæli. Hann virðist enn flestum
yngri að áhuga og starfslund, og víst
er um það, að ég fór af fundi hans
bjartsýnni en áður um örlög þjóðar
og mannkyns.
T. G.
Nokkrar nýlegar bækur
Ekki veiztu ....
FriÓjón Stefánsson
Reykjavík 1953
Höfundur skrifar þessar sögur allar
eða nálega allar í því formi, secn hér
áður var stundum kallað „svipmyndir
úr daglega lífinu“ eða eitthvað því um
líkt. Þessi sagnagerð skaut víst fyrst
upp höfðinu í kjallaradálkum og
sunnudagsútgáfum stórblaðanna í borg-
um utanlands. Það var á blómatíma
raunsæisstefnunnar á fyrri öld. Ein-
kanlega snerust slíkar frásagnir um fá-
tækt fólk og gæfulítið, ,,olnbogabörn
lífsins“, eins og það hét á þeirrar tið-
ar máli: elskendur sem fengu ekki að
njótast fyrir fátækt eða heilsuleysi, ut-
burði, blaðasölubörn, ,,hrasaðar kon-
ur“. Þetta var tíðuim lélegur skáldskap-
ur, en viðurkennt ádeilu- og umkvört-
unarform í anda realistanna, sem gerðu
sér far um að minna á ábyrgð þjóðfé-
lagsins gagnvart þeim, sem hart verða
úti. Þessa er ekki getið hér til að dæma
höfund úr leik, heldur til þess að minna
á, að sniðið á sögum hans er yfirleitt
ekki smásöguform og auðvitað ekk: