Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 123
BÓKMENNTIR
121
Kristrún í Hamraví\ (1933), Sturla í
Vogum (1938), Blítt lœtur veröldin
(1943), Kirkjuferð (1943). Svo eru
ssnásögusöfnin, en Hagalín mun hafa
ritað flestar stuttar sögur nokkurra ís-
lenzkra manna fyrr og síðar, eða
nokkuð á annað hundrað, sem prent-
aðar eru bæði í bókum og á víð
og dreif í tímaritum, allmargar, sem
enn hefur ekki verið safnað saman í
bók eða bækur. Eru margar þessara
smásagna (eða stuttu sagna) með því
allra bezta, sem skrifað hefur verið af
því tagi hér á landi og þótt víðar væri
leitað. Smásögur Guðmundar hafa
(eins og annað, er hann ritar) á sér
sérkennilegan blæ mikillar frásagnar-
snilldar, eru margar rammlega byggð-
ar og mjög fágætt er, að þær séu ekki
allgóðar eða ágætar. Oftast flytja þær
einhvern ákveðinn boðskap og aldrei
eru þaer einskis vert hjóm, eins og oft
vill verða nú á þessari öld, þegar flest-
lr þykjast geta búið til stutta sögu.
Smásögur Guðmundar Hagalín eru
bókmenntir og það oft ágætar gagn-
legar bókmenntir, eins og t. d. sögurn-
ar í Vi<5 Maríumenn, sem er bezta lýs-
lng á skútukörlum og sjómennsku á
fiskiskútum, sem til er, en þó sett fram
1 skáldsögu foraii. Lifandi og sönn
lýsing. Smásögur Hagalíns eru út af
fyrir sig afrek, og munu þær lifa í bók-
menntum vorum um langa hríð og
sumar verða sígildar. Stóru skáldsög-
Urnar, einkum Kristrún og Sturla í
Vogum, eru þó veigameiri. Eg tel
Sturlu í Vogum höfuðrit Guðmundar,
ank ævisagnanna Virfyir dagar (I—II
l936 og 1938), Eldeyjar-Hjalti (I—II
1939) 0g sjálfsævisögunnar. Sturla
^tlaði að byggja sér Babelsturn í of-
^etnaði sínum, en það varð honum að
visu ofurefli. En hann græddi það, að
finna sjálfan sig, honum tókst að rísa
á fætur, er örlögin höfðu slegið hann
niður. Nýtt verkefni blasti við honum,
miklu göfugra og gagnlegra en hið
fyrra, sem um of var bundið honum
sem einstaklingi, nú var það heildin,
sem fyrir var að berjast og stríða. Það
var sigurvænlegra en að feta í fótspor
Hamrabóndans, þótt mikill bústólpi
væri og þá um leið landstólpi. í Sturla
í Vogum hefur Guðmundur Hagalín
mótað stefnu hins íslenzka sósíalisma,
eins og hann vill hafa hann, byggðan
á kristilegum bræðralagsgrundvelli.
Hann viðurkennir þar dug og dreng-
skap andstæðinganna, Hamrabóndans
og verzlunarstjórans Vindings og skil-
ur viðhorf þeirra. En samúðin er með
þeim kúguðu og smáu og Sturlu, sem
gerist foringi þeirra. Þannig lagaður
sósíalistmi (eða húmanismi) er flest-
um Islendingum í blóð borinn og þess
vegna verður Sturla í Vogum ekkert
áróðursrit, heldur holl hugvekja, auk
þess sem sagan er listaverk að fram-
setningu og formi. —
Það væri gaman að skrifa meira um
skáldverk Guðmundar Gíslasonar
Hagalín, enda þótt aðrir hafi gert það
nokkuð og þá einkum dr. Stefán
Einarsson. En ég ætlaði aðeins að
geta ævisögunnar hér. — Áður hafði
Hagalín skrifað hinar miklu og prýði-
legu ævisögur VirJ^ir dagar og Eld-
eyjar-Hjalti. Þær bera vott um rithöf-
undarhæfileika og vandvirkni höfund-
ar og eru stórmerkar bæði sem fræði-
rit um aldarhátt og þjóðfræði og sem
skemmtileg listaverk, — auk þess sem
þær halda á lofti minningu stórmerkra
manna. Þegar hann byrjar ritun sinn-
ar eigin sögu, er hann því enginn við-
vaningur í þeirri grein, síður en svo.
— Enda verð ég að segja, að þótt