Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 90
88
HELGAFELL
miklir hæfileikamenn, heldur full-
komnir meistarar. Og hvílík tækni!
Síðan ég kom síðast til Ameríku 1928,
hef ég oft verið að velta því fyrir mér,
hvernig þeir fara að því að bæta sig
jafnt og þétt og ná algjörlega óvænt-
um hæðum. Þegar alls er gætt, bygg-
ir tækniþróunin á siðleifð, sem þið
eigið ekki til. Samt sem áður stendur
amerísk tækni ofar öllu, sem við
þekkjum í Evrópu.
BLM.: Eruð þér einnig undrandi
yfir öðru en hinni tæknilegu hlið tón-
listarflutningsins?
CASALS: Undrandi? Orðlaus væri
betra að segja. Hér í Prades er ég
vitni að kraftaverkum á hverju ári.
Á veturna spila hljóðfæraleikarar
ykkar daga og nætur, nætur og daga.
Þeir hvíla sig aldrei. Og samt geta
þeir ekki stillt sig um að koma sam-
an á sumrin líka og leika svolítið
meira. Þetta er dásamlegt. Ameríka
á urmul af furðulegum atvinnuleik-
urum, sem eiga alla kosti beztu ama-
töra. Þeir hafa yndi af tónlist. Þetta
er mjög fagurt allt saman. í Evrópu
ríkir allt annar andi.
BLM.: Þér hljótið að hafa mikla
ánægju af að kenna þessum vinum
yðar.
CASALS: Já, sannarlega. Það, sem
ég reyni að kenna þeim er, hvernig
þeir eigi að gera sig skiljanlega. Með
leik sínum eiga þeir að boða það eitt,
sem er mikilvægt. Þeir verða að
veita. Það er svo fagurt að miðla öðr-
um. Á því lærum við að þekkja hvert
annað.
BLM.: Að endingu, hr. Casals! Á
hvaða tónskáldi hafið þér mestar
mætur?
CASALS: Bach — alveg tvímæla-
laust. Hann er höfuðsnillingur allra
alda. En þar næst dettur mér Mozart
í hug, annar undramaður, og Beet-
hoven. —
BLM.: En það er samt Bach —
CALAS: Já, Bach. Hann er sá ótrú-
legi. Því Bach, sjáið þér til., er nátt-
úran sjálf.
Jay S. Harrison.