Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 60
Björn Th. Björnsson:
Málarinn
Gunnlaugur Scheving
Það eru mér minnisstæðir dagar, haustið 1943, er þeir Gunn-
laugur Scheving og Þorvaldur Skúlason héldu sýningu saman
í Listamannaskálanum við Austurvöll. Það var sama árið og
íslandsklukka Kiljans kom út, og það var heiðrík vorgleði, sem
þessir tveir atburðir ófu í huga ungs manns. Nýtt ísland var að
rísa úr dumbungi morguns, og ég held að mér hafi aldrei fund-
izt mjöllin á Skarðsheiði og Súlum jafn tandurhvít og þá. Það
var sem æsifagur dagur væri framundan um óraveg.
Við sátum í grasi niður við Tjörn nokkrir ungir stúdentar,
lásum íslandsklukkuna upphátt hver fyrir annan, — ég má segja
að við höfum lært hana utanað, — og svo eirðum við daglangt
inni í Listamannaskála hjá myndum þeirra Þorvaldar og Schev-
ings. Þrátt fyrir ungæðishrifningu, held ég að við höfum fundið
það innst inni, að hér voru krossgötur í íslenzkri list. Hin stór-
brotna náttúrulýrik málaranna gömlu, himnar þeirra, fjöll og
kynjadraumar, var sungin á aðra hörpu en hér, — strengi heiði
og fjarsýnis. í þessum myndum var önnur og nærlægari með-
vitund að fæðast, nýtt viðhorf að eignast mál. Það var ekki skáld-
skapur, sem hreif okkur, ekki huliðssýnir, heldur hin stolta reisn
iífsins í þessum verkum.
Hægra megin á stafnvegg hékk stærsta mynd Schevings,
Miðdegishvíld. Það voru bændahjón á engi með mat sinn í skuflu,
og hjá þeim lá rauð kýr. Það var eins og fólkið og skepnan
hefðu um þúsund ára sambýli tekið á sig svip landsins, tignar-
legan og rólegan, — eins og líf náttúru og manns hefði ofizt
saman í einn órjúfanlegan streng.
í öðrum myndum var norðangarður og seltustemma, húsa-
þyrping á hvítlöðruðum sjávarkambi og hreggbarðir sjómenn
á kænu, sem drógu þann gula úr djúpi. Hér ríkti sama kenndin.