Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 91
LISTIR
Fjalla-Eyvindur IV.
Fjalla-Eyvindar, sem við höfum
séð, eru eins keimlíkir og kóngar í
kóngaröð. Ekki persóna Eyvindar,
öðru nafni Kára, heldur sjónleikur-
inn á leiksviði. Sami maðurinn, Har-
aldur Björnsson, hefur líka sviðsett
leikritið þrisvar sinnum hér 1 bæ,
árin 1930, 1940 og 1950, og nú síðast
sýndi Leikfélag Hveragerðis sjónleik-
inn með sviðsetningu hans 1 Iðnó 1.
°g 2. marz s.l. Að þessum tveimur
sýningum meðtöldum hafði félagið
sýnt Fjalla-Eyvind 18 sinnum á ýms-
um stöðum hér sunnanlands.
Sviðsetning Haralds Björnssonar
uiá teljast hefðbundin að því leyti, að
hann skipar Höllu í öndvegið en
Eyvindur er rómantískur ástmaður
hennar á hinum óæðri bekk eða kné-
hrjúpandi við skör hennar. Haraldur
íylgir sama texta ávallt, með úrfell-
mgum og innskotum í samræmi við
aðra útgáfu leiksins á dönsku. Á sýn-
ingu Leikfélags Reykjavíkur 1940
voru þó höfð leikslok eftir þjóðsög-
Unni, þegar hesturinn barg lífi Ey-
vindar og Höllu, í þýðingu Gísla Ás-
n'undssonar, þar eð frumgerð leiks-
íokanna í þessari mynd, frá hendi
Jóhanns sjálfs, leyndist í handrita-
safni félagsins. Nú eru leikslokin
komin fram og prentuð 1950 í við-
hafnarútgáfu leikritsins hjá Máli og
oaenningu, og hefði því verið tíma-
h®rt að endurskoða sýningartextann
aö þessu sinni. Nokkuð er það, að sýn-
ing Leikfélags Reykjavíkur 1940 var
svipmest þeirra sýninga, sem hér hafa
verið hafðar á leikritinu, og þar
komst leikarinn, sem lék Eyvind,
Gestur Pálsson, næst því að verða
jafnoki Höllu, jafnvel þeirrar Höllu,
sem var mótuð af skaphita Soffíu
Guðlaugsdóttur.
En Eyvindur verður að gera betur.
Hann má ekki aðeins vera jafnoki
Höllu, hann verður að vera karlmað-
urinn í leiknum, hann verður að bera
af, hún verður að leita trausts og
halds hjá honum. Þá er leikritið orð-
ið útilegumannasaga og manneskju-
legt, en ekki rómantískt ævintýri um
útilegu á fjöllum með sviplegum
endi. Dálítil vísbending felst í orð-
um Kára, þegar þau Halla hafa satt
versta hungrið: „Nú skal ég búa upp
rúmið okkar. — Svo förum við að
sofa. Þegar við vöknum, borðum við
meira. Þá kann að vera, að vorið verði
komið — og verði það ekki, má það
einu gilda.-----“
Margt er svipað hjá Jóhanni Sigur-
jónssyni og írska leikritaskáldinu
John Millington Synge. Vinur Syng-
es, W. B. Yeats, þekkti Fjalla-Eyvind
og hafði orð á keltneska svipnum í
málfari persóna leiksins og í stíl höf-
undar. Þó er enska þýðingin á Fjalla-
Eyvindi slæm. Af leikritum Synges
er „The Playboy of the Western
World“ keimlíkast Fjalla-Eyvindi.
Chritsopher Mahon (The Playboy)
gæti hæglega sagt: „Ég er konungur
fjallanna“, og allir trúað orðum hans.