Helgafell - 01.04.1954, Side 93
LISTJR
91
föstum fótum á vinsældum skáldsög-
unnar. Áhorfandinn fyllir upp í eyð-
urnar og lætur sér í léttu rúmi liggja,
hvernig afturenda Guðmundar á Búr-
felli ber að skyrinu, eða kútáfylling
Bárðar inni í stofu. Jón Thoroddsen
hefur gefið þjóðinni ljóslifandi skop-
teikningar. Mönnum þykir gaman
að blaða í gömlum fjölskyldu-mynda-
bókum, jafnvel þó að sumar mynd-
irnar séu fölnaðar og torkennilegar.
Annað mál er það, að þessi gamla
°g vinsæla myndabók sýslumannsins,
hefði getað verið í viðkunnanlegri
spjöldum. Leiksviðsmálverk Lárusar
Ingólfssonar var hroðalegt. Fyrirmynd
að sölubúðinni hefði hann a. m. k.
getað sótt í Sögu Reykjavíkur Klem-
ensar Jónssonar, annað bindi bls. 125,
1 stað þess að mála brúður og grím-
Ur upp um alla bita og veggi, og hann
hefði getað hlíft manni við beitar-
húsa-staðsetningu kirkju á kirkju-
stað, fyrir miðju leiksviði, yzt í túni,
upp við hamar. Gamlar myndir eru
til af Klúbbnum og Aðalstræti, sem
sjálfsagt hefði verið að fara eftir, en
^uála ekki skúrræksni og „rússneska“
þorpsgötu. Það fylgir íslenzku leik-
ntunum í Þjóðleikhúsinu eins og
erfðasyndin, að ofgera kvennabún-
lugum með skarti og kvenslifri en
vangera karlmannabúningum með
sniðlausum lörfum, einkum aukaleik-
ara- Myndin í Sögu Reykjavíkur, sem
er raunar eftir þýzkan teiknara, gef-
Ur betri hugmynd um viðskiptavini í
Verzlunarbúð 1 þá tíð en búðarþáttur-
lnn hjá Þjóðleikhúsinu.
f heild stóð þessi sýning Þjóðleik-
hússins að baki fyrri sýningar leiks-
ins 1934. Þá skóp Gunnþórunn Hall-
öórsdóttir eftirminnilega Ingveldi í
1'ungu, og hið litla hlutverk Kristjáns
búðarmanns varð í höndum Alfreðs
Andréssonar ógleymanleg perla, bæði
hlutverkin koðnuðu niður hjá Arn-
dísi Björnsdóttur og Róbert Arnfinns-
syni. Valur Gíslason og Emilía Jóns-
dóttir náðu hins vegar fyrri leikur-
um í hlutverkum Bárðar á Búrfelli
og Gróu á Leiti, þeim Brynjólfi Jó-
hannessyni og Mörtu Indriðadóttur,
en fóru ekki fram úr þeim, enda af-
burðaleikur hjá báðum. Guðmundur
Jónsson var skemmtilegur Þorsteinn
matgoggur, en frekar i Dickens-stíl
en Thoroddsens, og Möller kaupmað-
ur var mjög samvizkusamlega unnið
hlutverk hjá Ævari Kvaran, en hvað
aðra leikendur snertir, leyfir ritúalið
okkur ekki að fara lengra út í það.
piltar —
Hlátrar.
íslendingar eru alvörugefin þjóð,
þeir kunna naumast að brosa. Þetta
var vitnisburður erlendra ferða-
manna til íslands í lok 18. aldar og
byrjun þeirrar 19. Og öld síðar furð-
ar Carl Kuchler sig á því, að gaman-
leikir skuli vera skrifaðir á íslenzku.
Joseph Banks, Uno von Troil, Hen-
derson og hvað þeir nú heita, ferða-
bókahöfundarnir, yrðu forviða, ef
hentugleikar þeirra á núverandi til-
verustigi leyfa þeim að líta inn í
leikhúsin okkar, þegar Holberg og
Frænka Charleys eru þar á ferð. Auð-
vitað hafa íslendingar alltaf kunnað
að hlæja, en því skal ekki neitað, að
breytt mataræði og betri afkoma
kunni að hafa gert þá eitthvað létt-
lyndari.
„Þessi Holberg hlýtur að hafa ver-
ið merkilegur maður,“ sagði rakari
í Bergen við Gunnar Heiberg. Það
var verið að reisa styttu af Holberg