Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 67
GUNNLAUGUR SCHEVING
65
Ein mesta mynd Schevings á sýningu þessari var „Bassa-
báturinn", sem nú er í Listasafni ríkisins. Raunar er bilið langt
á milli hennar og hinna síðari sjávarmynda, bæði hvað snertir
skerpu lits og myndskipunar, en allt að einu er það öndvegis-
verk og vottur um hina undraverðu hæfni Schevings til túlkun-
ar hinna ólíku svipbrigða sjávar.
Frá Grindavík. — Eigandi Hannes Davíðsson arkitekt.
Þótt myndefni Schevings sé æði margbreytilegt á þessum
Qrum, helgast það allt af nálægð mannsins, — og það í tvenn-
um skilningi. Það er mannheimur, sem hann málar: Kona með
barn í rúmi, innimynd, menn á bryggju, búsmali við kofa, stúlka
við glugga, sjómenn, hús. En myndefninu er ekki aðeins skilað
a léreftið með réttum umbúnaði málverks, heldur er það gætt
beirri ajúpu og hlýju skynjun, sem er gefið að lesa í sál hlut-
anna, jafnvel við alfaraveg. Og þó er það merkilegasta einmitt
hvernig þessi innsýn er túlkuð. Hún er ekki opnuð okkur í vali
^nótífsins, ekki tjáð í táknum eða afhjúpuð í beinni sögn, heldur
binzt hún í sjálfri samröðun verksins, í þeim efnislægu gild-
Urn, sem málarinn hefur ein til umráða. Andi, tjáning og efni