Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 120
118
HELGAFELL
að tryggja henni þann lesendahóp,
sem hún á skilinn. Það væri illt til
þess að vita, að slík tilraun mistæk-
ist.
Heilsaðu einkum
Martin Larsen —
Helgafell 1953
Það er eiginlega dálítið óþægilegt,
að eiga að skrifa dóm um bók, sem
skrifuð er á íslenzku af aldönskum
manni, og finna með sér, að ritdóm-
urinn muni verða á verri íslenzku en
bókin. En sannleikurinn er sá, að
margt í bók Martin Larsens er skrif-
að á það góðri íslenzku, að ýmsir ís-
lendingar, sem hafa það að atvinnu
að skrifa á sínu móðurmáli, mættu
öfunda hann af. Líklega munu sum-
ir, sem lesa þessa bók, geta þess til,
að íslenzka höfundarins hafi verið
lagfærð af einhverjum, sem betur
hafi kunnað, en þá þekki ég Martin
Larsen illa, ef hann hefir farið í
smiðju til nokkurs annars með bók-
arkornið sitt.
Martin Larsen hefur lagt mikla
rækt við íslenzkuna. Hann er þaulles-
inn í íslenzkum bókmenntum allt frá
fslendingabók Ara til Atómstöðvar
Kiljans. Áður en hann hafði ísland
augum litið hafði hann þýtt Sæmund-
areddu á dönsku og hlotið fyrir mik-
ið lof dómbæirra manna. Hér nam
hann mál af íslenzkum bændum bæði
í Skaftafellssýslu austur, Skagafirði
norður og Dölum vestur.
Það eitt, að útlendingur skuli skrifa
bók á gallalítilli íslenzku, er ærin
ástæða til þess, að bókin sé hér út
gefin í þakklætisskyni fyrir þá rækt-
arsemi, sem móðurmáli voru er sýnd
af vandalausum með þvílíku tiltæki.
En auk þess er margt í bókinni
ánægjulegt aflestrar. Greinar hennar
munu flestar samdar sem útvarpser-
indi. Bezt þykja mér erindin: Ef ég
hefði átt kost á að hitta Þóru á Þing-
völlum og Því í andskotanum ætli
það megi ekki vera til huldufólk?
Eru þessi erindi bæði mjög til fyrir-
myndar sem útvarpserindi, vel byggð,
skemmtilega skrifuð og yfir þeim
birta íslenzkra sumardaga. Hugþekk
er greinin um Nielsen á Eyrarbakka,
erindin um Holberg og Snorra fróð-
leg og erindið Að segja sannleikann
er hugguleg hugvekja.
Höfundurinn lætur þess getið í
einni af greinum sínum, að hann hafi
endurfæðst, er hann í fyrsta sinn sá
ísland rísa úr hafi. Víst er um það,
að ást á íslandi og því sem íslenzkt er
gengur eins og rauður þráður gegnum
bók hans.
Síinxinn og hamingjan
Gunnar Dal —
PrentsmiSja Austurlands 1953
Ekki kann ég önnur skil á Gunn-
ari Dal en þau, að hann er ungur
menntamaður, sem dvalizt hefur all-
lengi austur í Indíalandi og flutt þar-
um í útvarpið erindi, sem hafa verið
snoturlega samin og fróðleg áheyrn-
ar. Sem ljóðskáld er hann ennþá
mjög óþroskaður og erfitt að spá um,
hvað úr honum kunni að rætast á því
sviði. Mörg kvæða hans eru eins kon-
ar alvizkuhlutfallahljómur, svo að
lánað sé orð frá meistara Matthíasi,
en um sum kvæðanna mætti nota orð
höfundar sjálfs, orðspekiflækja. Höf-
undur er skrúðmáll og rómantískur
fram úr máta og elskar orðið rauður
öðrum lýsingarorðum fremur. Honum
verður ekki aðeins tíðrætt um rauð-
ar varir og rauðar rósir, eins og ung-