Helgafell - 01.04.1954, Page 120

Helgafell - 01.04.1954, Page 120
118 HELGAFELL að tryggja henni þann lesendahóp, sem hún á skilinn. Það væri illt til þess að vita, að slík tilraun mistæk- ist. Heilsaðu einkum Martin Larsen — Helgafell 1953 Það er eiginlega dálítið óþægilegt, að eiga að skrifa dóm um bók, sem skrifuð er á íslenzku af aldönskum manni, og finna með sér, að ritdóm- urinn muni verða á verri íslenzku en bókin. En sannleikurinn er sá, að margt í bók Martin Larsens er skrif- að á það góðri íslenzku, að ýmsir ís- lendingar, sem hafa það að atvinnu að skrifa á sínu móðurmáli, mættu öfunda hann af. Líklega munu sum- ir, sem lesa þessa bók, geta þess til, að íslenzka höfundarins hafi verið lagfærð af einhverjum, sem betur hafi kunnað, en þá þekki ég Martin Larsen illa, ef hann hefir farið í smiðju til nokkurs annars með bók- arkornið sitt. Martin Larsen hefur lagt mikla rækt við íslenzkuna. Hann er þaulles- inn í íslenzkum bókmenntum allt frá fslendingabók Ara til Atómstöðvar Kiljans. Áður en hann hafði ísland augum litið hafði hann þýtt Sæmund- areddu á dönsku og hlotið fyrir mik- ið lof dómbæirra manna. Hér nam hann mál af íslenzkum bændum bæði í Skaftafellssýslu austur, Skagafirði norður og Dölum vestur. Það eitt, að útlendingur skuli skrifa bók á gallalítilli íslenzku, er ærin ástæða til þess, að bókin sé hér út gefin í þakklætisskyni fyrir þá rækt- arsemi, sem móðurmáli voru er sýnd af vandalausum með þvílíku tiltæki. En auk þess er margt í bókinni ánægjulegt aflestrar. Greinar hennar munu flestar samdar sem útvarpser- indi. Bezt þykja mér erindin: Ef ég hefði átt kost á að hitta Þóru á Þing- völlum og Því í andskotanum ætli það megi ekki vera til huldufólk? Eru þessi erindi bæði mjög til fyrir- myndar sem útvarpserindi, vel byggð, skemmtilega skrifuð og yfir þeim birta íslenzkra sumardaga. Hugþekk er greinin um Nielsen á Eyrarbakka, erindin um Holberg og Snorra fróð- leg og erindið Að segja sannleikann er hugguleg hugvekja. Höfundurinn lætur þess getið í einni af greinum sínum, að hann hafi endurfæðst, er hann í fyrsta sinn sá ísland rísa úr hafi. Víst er um það, að ást á íslandi og því sem íslenzkt er gengur eins og rauður þráður gegnum bók hans. Síinxinn og hamingjan Gunnar Dal — PrentsmiSja Austurlands 1953 Ekki kann ég önnur skil á Gunn- ari Dal en þau, að hann er ungur menntamaður, sem dvalizt hefur all- lengi austur í Indíalandi og flutt þar- um í útvarpið erindi, sem hafa verið snoturlega samin og fróðleg áheyrn- ar. Sem ljóðskáld er hann ennþá mjög óþroskaður og erfitt að spá um, hvað úr honum kunni að rætast á því sviði. Mörg kvæða hans eru eins kon- ar alvizkuhlutfallahljómur, svo að lánað sé orð frá meistara Matthíasi, en um sum kvæðanna mætti nota orð höfundar sjálfs, orðspekiflækja. Höf- undur er skrúðmáll og rómantískur fram úr máta og elskar orðið rauður öðrum lýsingarorðum fremur. Honum verður ekki aðeins tíðrætt um rauð- ar varir og rauðar rósir, eins og ung-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.