Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 82
8Ö
HELGAFELL
Sandaleið, og á það að ýmsu leyti vel
við, þótt hér verði ekki frekar rak-
ið. Fyrsti áfanginn er þá frá Sandár-
ós að Hólasjó. í beinni línu er hann
að vísu ekki langur. En í boglínu,
sem alltaf var farin til að króka fyrir
Hólalónið, reynist það drjúgur spöl-
ur. Annar áfanginn er frá Hólasjó, að
Meðaldalsnaustum. Þar lá vegurinn
í fjöru, undir háum bökkum. Þriðji
og síðasti áfanginn var svo þaðan til
Haukadals; alla leiðina á bökkum
uppi, vegna stórgrýttrar fjöru.
Nú var til önnur leið, svonefnd
bæjaleið, í línunni: Hólar — Meðal-
dalur — Haukadalur. Hún lá nokkru
ofar, þétt við fjallsræturnar og er
hún mun styttri. Þá leið hefir Þorkell
auðsjáanlega farið. Tvær eru ferðirn-
ar, sem Þorkell skundar þessa leið.
Sú fyrri, er hann verður þess áskynja,
að Þórdís systir þeirra bræðra hefir
„rofit upp málit“, eins og sagan orð-
ar það, ljóstrað því upp, er leynt á
að fara, um innihald 11. vísu. Svo er
að sjá, sem Þorkell hafi fengið að vita
þetta hjá Berki á leiðinni til Sandár
og þótt mikilsvert að bróðir sinn
fengi að fregna þetta þegar í stað.
Að öðru leyti er þessi viðvörunarferð
ekki markverð eða áhættusöm, þar
sem Börkur er nú á innleið, og þeir
fjarlæjgjast nú hvom annan, þegar
Þorkell snýr við, til að „hitta Önund
vin sinn“, í Meðaldal.
Aftur á móti reynir á rekkarif
Þorkels í síðari ferðinni. Þá er hann
enn í fylgd með Berki. Skal nú
stefna Gísla til Þórsnessþings, og nú
er lífsnauðsyn á, að gera honum við-
vart. Og nú eru báðir, Börkur og
hann, á leið til Haukadals. Jú, hann
hættir á það, — hann hefir farið það
áður. „Ek á skuld að heimta hér á
einum bæ litlum, (það eru Hólar,
spölkorn frá Sandaleið) ok vil ek
þangat ríða ok heimta skuldina, en
þér ríðið eftir tómliga.“ Þetta gerir
hann; lætur húsfreyju síðan skipta
um hest við sig, en skilur sinn hest
altýgjaðan eftir á hlaðinu, og blasir
hann þá við þeim Berki. Um hlað
þurfa þeir ekki að ríða, því að Sanda-
leið er kippkom neðar. Síðan ríður
Þorkell skyndilega til Haukadals. —
Hér skal því skotið inn, að hinn gamli
bær á Hólum var nær Hólahrygg en
nú er, og, að maður, sem stendur við
gamla vaðið hjá Sandaós, sér ekkert
af bæjarleiðinni nema lítinn spöl yf-
ir Saltnesið, þar sem bílvegurinn ligg-
ur nú; annað er í hvarfi. —
Vel ber að athuga áherzluorðin í
frásögninni „tómliga11 og „skyndi-
lega“; tómlega, löturhægt, eða fót
fyrir fót; skyndilega, þeysireið. Þann
veg mætti treina þeim Berki fyrsta
áfangann í stundarþriðjung að
minnsta kosti, en Þorkeli sína leið í
10 mínútur, 1 hæsta lagi. Viðdvölin
á Hóli tæki ekki annan eins tíma. Og
gæti Þorkell þá aftur verið kominn
inn til Hóla eftir hálfa klukkustund.
En það, sem mestu varðar í þessu
sambandi er það, að þeir Börkur séu
staddir á öðrum áfanganum, þegar
Þorkell ríður um hættusvæðið: fra
Meðaldal til Hóla. Og sú áætlun Þor-
kels stenzt, hvorki sér hann þá Börk
né þeir Börkur hann og fyrir þvi
sleppur hann alla leið inn eftir, óséð-
ur. — Þetta er því alger hliðstæða
við atburðinn hjá Mosvöllum, þegar
sendimenn Gísla fara á mis við Vé-
stein. — Eftir það er björninn unn-
inn. Þorkell ríður síðan alfaraveginn
og kemur á bak þeim Berki, „eins
og vera átti, eða ráð var fyrir gert‘,
er undirskilið. Hefði hins vegar Þor-
kell komið í fang þeim, þ. e. komið