Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 79
NOKKUR ATRIÐl UR GISLA SÖGU SÚRSSONAR
77
vinar tál gríms, þess gunnbliks Gauts,
es um veittak geig.“ Fornritaútgáf-
an: „Ek sá teina í þáamiklu túni fálu
vinar tál') gríms“ o. s. frv.
Með því að nota nútíðarmyndina
verður hugtakið raunsætt. Gísli sér
— horfir á — teinana meðan hann
yrkir. Á hinn veginn verður merk-
ingin fjarræn, huglæg (abstrakt);
hann sá teinana (einhvern tíma).
Hugsunin verður óskýr og óskiljan-
feg; auk þess orsakar hún ranga skil-
greiningu.
Á nútíðarmáli verður textinn ann-
ars vegar þessi: „Ég sá snjólausar
rákir í haugi Þorgríms, þess kappa,
sem ég vann tjón.“ Hins vegar: „Ég
sá teinunga sprottna upp úr mjög svo
þiðnuðum haugi Þorgríms, mannsins,
sem ég veitti fjörtjón.“
Jón Ólafsson frá Svefneyjum er
sagður að hafa fyrstur notað skýring-
una á orðinu teinar: auðar rákir á
Jórð, sem að mestu er undir snjó, og
hafi hann þekkt það úr mæltu máli.
ór. J6n Þorkelsson rektor, sem gerði
skýringarnar á útgáfu SK 1899, fylg-
lr og þeirri skýringu.
Aftur á móti er það skýringar til-
gata Benedikts Sveinssonar og hann
hefir í útgáfu sinni, sem tekin er upp
1 Fornritaútgáfuna: teinar: gróður-
nalar eða teinungar.
Ég hefi haft bréfaskipti um þetta
Vlð útgefandann, hinn óvenjulega
vandvirka vísindamann og fágæta
fræðimann, dr. Björn Karel Þórólfs-
s°n. Hann segir í bréfi dags. 10. októ-
her( 1944: „Þátíðarmynciin (sá(k) í
H. vísu er ekki breyting mín, heldur
sfendur hún 1 öllum handritum, nema
U Fála = tröllkona; tröllkonu vinur
~~ Jotunn; hans tál eða tortíming = Þór,
Þ- e. fyrri hlutinn í nafni Þorgrims.
445 —“. Fræðimaðurinn er því af-
sakaður.
En þrátt fyrir hina fræðilegu hlið
þessa máls, tala staðreyndirnar svo
skýrt sínu máli, að eigi verður um
deilt. Þær gefa handritinu 445 sigur
yfir öllum hinum: Gísli horfir á tein-
ana um leið og hann yrkir vísuna.
Ekki verður gert upp á milli hug-
kvæmni Jóns Ólafssonar og glögg-
skyggni hins ókunna höfundar Gísla
sögu, enda segir B.K.Þ. í formála:
„í Haukadal þekkir söguritarinn
hverja þúfu“.
Þannig stendur á þessu fyrirbrigði,
að jarðfræðilega séð eru holtin í
Haukadal ævafornar jökulöldur.
Innsta holtið, Árholt, er ekki ósvipað
) ( í lögun, snúa bogsveigarnir bökum
saman. í nyrðri sveignum er aðal-
tjörnin, eins og áður segir, en 1 hinni
bugðunni er einnig vatnsuppistaða,
móar og mýrafen, hinar svonefndu
Grafir.1) Vegna lögunar melbarðsins,
fékk vatnið ekki eðlilega framrás,
heldur síaðist neðanjarðar gegnum
holtið. Þaðan fékk svo Seftjörnin
forna vatnsmagn sitt.
Nú er svo að sjá, að neðanjarðar
viðnámið hafi verið mismunandi, svo
að vatnsaganum gekk betur að kom-
ast upp í gegnum holtið innan frá,
á sumum stöðum, heldur en eftir lá-
réttu línunum. Nokkuð er það, að þar
sem holtið er hæst brutust fram tvær
lindir vetur, sumar, vor og haust,
runnu niður eftir hallanum og niður
í tjörn en dreifðu nokkuð úr sér áð-
ur en þær náðu tjöminni. Vafalaust
eru þetta þáamiklu teinamir í túni
Þorgríms, sem Gísli nefnir svo. Og
1) Slíkar uppistöður eru víðar í Þing-
eyrarhreppi, t. d. Lómatjörn í Keldudal og
Glámumýrar í Sandalandi.