Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 100
98
HELGAFELL
síðarnefnda tilfellinu er ekki um raun-
verulega tónlistarnautn að ræða.
Mjög margir menn hafa vissa, nán-
ast „líkamlega“ nautn af því að
heyra t. d. raddmikinn söngvara eða
hljómsterkan kór gefa frá sér háa og
fagra tóna eða volduga samhljóma,
næstum án tillits til þess í hvaða sam-
bandi þeir standa. Sú „tónlistar-
nautn“, sem bundin er við þetta eitt,
er vissulega á frumstæðasta stigi, jafn
frumstæð í sjálfu sér eins og ánægja
þess manns, sem fyrstur náði hljóði
úr nautshorni einhverntíma í fyrnd-
inni.
Að'rir setja tónana að vísu í sam-
band sín á milli, en innan ákveðinna
og oft mjög þröngra takmarka, — á-
heyrilegt stef eða sérkennilegt hljóma-
samband vekur athygli þeirra og jafn-
vel hrifningu, en þá vantar yfirsýn og
skyn á samhengi, hlutföll og jafnvægi
heildarinnar, ef um tónverk í stóru
formi er að ræða. Slíkur hlustandi er
eins og maður, sem les skáldsögu setn-
ingu fyrir setningu, en tengir ekki sam-
an orsök og afleiðingu og missir því
af efnisþræðinum að mestu eða öllu.
Hann getur haft af þessu nokkra á-
nægju, því að í bókinni geta verið
margar fagrar og vel sagðar og jafn-
vel gullvægar setningar, en flestum
mun þó þykja mikið' skorta á, að slík-
ur lesandi hafi fullt gagn af lestrar-
efni sínu.
Þroskaður hlustandi fylgist með
öllu þessu. Hann nýtur tónlistar á
sama hátt eða svipaðan og skynsam-
ur lesandi nýtur bókar. Smáatriðin
fara ekki fram hjá honum, en hann
setur þau á sinn stað í heildinni, met-
ur hlutfallslegt gildi þeirra, og liygg-
ur fyrst og fremst að byggingu og
heildarsamhengi. Sé því áfátt, geta
hvorki bjargað fleygar setningar né
falleg tónasambönd, og sá innri boð-
skapur, sem verkið' kann að hafa fram
að færa, verður tortryggilegur og ó-
sannfærandi.
Enginn getur haft fyllstu not. tón-
listar án þess að skynja form hennar,
livort sem sú skynjun fer fram í með-
vitund hans eða undirvitund. Það eitt
að þekkja stef tónverks nægir ekki,
en er þó nauðsynlegt til glöggvunar á
formmu. Það liggur í augum uppi, að
tónverk í stórum formum krefjast
víðari yfirsýnar heldur en smálög. Af
þessu stafar það, að' mikill fjöldi
manna nýtur til fulls umfangsminni
tónsmíða, þótt þeim virðist stærri
tónverk sér oívaxin. Allt þetta fólk á
það í vændum, að einn góðan veður-
dag opnist því nýr heimur, víðari og
fegurri en það hefur áður þekkt. Hér
vantar ekki annað en þjálfun eða
þenslu formskynjunarinnar, ef svo
mætti segja, til þess að' hún nái yfú'
stóru formin eins og hin smáu. Su
þjálfun er því aðeins fullkomin, að
„formgreiningin“ gerist næstum ó-
sjálfrátt, og hún fæst aðeins með þvl
að hlusta á góða tónlist. Til þess eru
nú sem betur fer orðin mörg tækifær'i
hér, og þau eru notuð af mikluin og
vaxandi fjölda fólks, ekki sízt af yngn
kynslóðinni. Hins er ekki að vænta,
að hér skapist á tveimur til þreniur
áratugum almennur tónlistarkúltur,
sambærilegur að öllu leyti við' þann,
sem þróazt hefur með öðrum þjóðuin
á mörgum öldum, meðan við sátum
hér í myrkri og þögn, afskornir öllu
sambandi við umheiminn á þessu
sviði.
Tónlistin og túlkandinn
Á bóklesandanum og tónlistarhlust-
andanum er sá grundvallarmunur, að