Helgafell - 01.04.1954, Page 100

Helgafell - 01.04.1954, Page 100
98 HELGAFELL síðarnefnda tilfellinu er ekki um raun- verulega tónlistarnautn að ræða. Mjög margir menn hafa vissa, nán- ast „líkamlega“ nautn af því að heyra t. d. raddmikinn söngvara eða hljómsterkan kór gefa frá sér háa og fagra tóna eða volduga samhljóma, næstum án tillits til þess í hvaða sam- bandi þeir standa. Sú „tónlistar- nautn“, sem bundin er við þetta eitt, er vissulega á frumstæðasta stigi, jafn frumstæð í sjálfu sér eins og ánægja þess manns, sem fyrstur náði hljóði úr nautshorni einhverntíma í fyrnd- inni. Að'rir setja tónana að vísu í sam- band sín á milli, en innan ákveðinna og oft mjög þröngra takmarka, — á- heyrilegt stef eða sérkennilegt hljóma- samband vekur athygli þeirra og jafn- vel hrifningu, en þá vantar yfirsýn og skyn á samhengi, hlutföll og jafnvægi heildarinnar, ef um tónverk í stóru formi er að ræða. Slíkur hlustandi er eins og maður, sem les skáldsögu setn- ingu fyrir setningu, en tengir ekki sam- an orsök og afleiðingu og missir því af efnisþræðinum að mestu eða öllu. Hann getur haft af þessu nokkra á- nægju, því að í bókinni geta verið margar fagrar og vel sagðar og jafn- vel gullvægar setningar, en flestum mun þó þykja mikið' skorta á, að slík- ur lesandi hafi fullt gagn af lestrar- efni sínu. Þroskaður hlustandi fylgist með öllu þessu. Hann nýtur tónlistar á sama hátt eða svipaðan og skynsam- ur lesandi nýtur bókar. Smáatriðin fara ekki fram hjá honum, en hann setur þau á sinn stað í heildinni, met- ur hlutfallslegt gildi þeirra, og liygg- ur fyrst og fremst að byggingu og heildarsamhengi. Sé því áfátt, geta hvorki bjargað fleygar setningar né falleg tónasambönd, og sá innri boð- skapur, sem verkið' kann að hafa fram að færa, verður tortryggilegur og ó- sannfærandi. Enginn getur haft fyllstu not. tón- listar án þess að skynja form hennar, livort sem sú skynjun fer fram í með- vitund hans eða undirvitund. Það eitt að þekkja stef tónverks nægir ekki, en er þó nauðsynlegt til glöggvunar á formmu. Það liggur í augum uppi, að tónverk í stórum formum krefjast víðari yfirsýnar heldur en smálög. Af þessu stafar það, að' mikill fjöldi manna nýtur til fulls umfangsminni tónsmíða, þótt þeim virðist stærri tónverk sér oívaxin. Allt þetta fólk á það í vændum, að einn góðan veður- dag opnist því nýr heimur, víðari og fegurri en það hefur áður þekkt. Hér vantar ekki annað en þjálfun eða þenslu formskynjunarinnar, ef svo mætti segja, til þess að' hún nái yfú' stóru formin eins og hin smáu. Su þjálfun er því aðeins fullkomin, að „formgreiningin“ gerist næstum ó- sjálfrátt, og hún fæst aðeins með þvl að hlusta á góða tónlist. Til þess eru nú sem betur fer orðin mörg tækifær'i hér, og þau eru notuð af mikluin og vaxandi fjölda fólks, ekki sízt af yngn kynslóðinni. Hins er ekki að vænta, að hér skapist á tveimur til þreniur áratugum almennur tónlistarkúltur, sambærilegur að öllu leyti við' þann, sem þróazt hefur með öðrum þjóðuin á mörgum öldum, meðan við sátum hér í myrkri og þögn, afskornir öllu sambandi við umheiminn á þessu sviði. Tónlistin og túlkandinn Á bóklesandanum og tónlistarhlust- andanum er sá grundvallarmunur, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.