Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 50
48
HELGAFELL
prófessor við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Heimild fyrir þessu er að
finna í gamalli embættisbók. Þar segir svo :
„Ar 1805, 13. júní, er Gottskálk Þorvaldsson, 65 ára gamall, lagður inn
á fátækrastofnunina í Vartov; hann var fæddur á íslandi, þar sem faðir
hans var prófastur; hann hefur verið kvæntur, en kona hans er löngu látin“.
Þegar það er vitað, að' þessi ráðstöfun var framkvæmd, ef ekki með
fullkomnu ofbeldi, þá að minnsta kosti að gamla manninum nauðugum,
og — þegar það er ennfremur vitað, að sonurinn komst ekki í hálfkvisti
við föður sinn um þóttafullt lundarfar, þá er ekkert það til, er þvegið geti
Bertel Thorvaldsen hreinan af slíkri vansæmd, nema hann hafi þá afsökun
að' vera sjálfur miklu blásnauðari en svo, að nokkur hugsanleg tiltölc væru
á því, að hann gæti aflað fjár til framfæris föður sínum.
Hann hefur þá afsökun.
Hann er nú kominn undir fertugt. Hann hefur unnið baki brotnu og
skapað hvert listaverkið á fætur öðru af innblásinni snilli. En þessi af-
burðasnillingur var — frá Norðurlöndum.
En hvað gerði hann þá til að afstýra þessum örlögum? Það' er spurning,
sem vér skulum næst taka til athugunar.
Fyrsta bréfið, sem Gottskálk skrifar syni sínum frá Vartov, er glatað.
En af næsta bréfi hans má ráða, livers eðlis það var, og er þá skiljanlegt,
að Bertel hefur ekki kosið að svara því. Það er auð'sætt, að faðir hans hefur
liaft hann fyrir rangri sök og borið' hann þungum brigzlum fyrir hlutdeild
lians í hinum þungu raunum sínum. En liversu djúpt sem sonur hans
hefur að Jokum fundið til niðurlægingar sinnar og vangetu um að bæta
kjör föður síns, liefur hann þrátt fyrir allt vitað sig saklausan.
Þegar hann fór frá Danmörku var faðir hans enn heill heilsu og vinnu-
fær. Hálfu öð'ru ári eftir brottförina Jætur hann í ljós þá ósk við son sinn,
að hann leggi með bréfunum, sem hann slcrifi sér, teilcningar af drekahöfð-
um og öðrum stafnmyndum til tréskurðar — og er þetta reyndar hinn eim
sonargreiði, sem Gottskálk minnist á við hann í þeim bréfum, sem enn eru
tiJ. Og Bertel sendir þegar um hæl tvær teikningar. En það eru auðvitað
smámunir. Hins vegar sendir hann nú einnig árlega vinum sínum í Kaup-
mannahöfn brjóstlíkön, myndnisti og fleiri listmuni, í þeirri von, að liægt
sé að selja þá til ágóð'a fyrir bágstadda foreldra hans. En listaverkin safn-
ast fyrir ár frá ári og ekki svo mikið sem eitt af þessum heimsendu lista-
verkum hafði aflað honum eyristekna, þegar faðir hans dó. Vonbrigðin og'
kostnaðurinn í sambandi við þessar sendingar ganga eins og rauður þráður
gegnum öll bréf hans frá þessum árum.
Og hér kemur fleira til. í kjölfar hins nýja rómverska Jýðveldis sighr
næstu árín hræðileg verðbólga. Allar nauðsynjar ferfaldast í verði og alhr
þeir listamenn, sem geta komið slíku við, flýja undan dýrtíðinni. Þegar
Thorvaldsen fær fyrstu greiðsluna fyrir liina frægu mynd sína af Jason,
Jirekkur gjaldið aðeins að hálfu fyrir jafnstórri mamiarablökk. Og enn er
þess langt að bíða, að úr greiðist um fjárhag hans. Þegar frá eru taldar