Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 108
106
HELGAFELL
aranám erlendis síðastliðin átta ár,
var m. a. hjá hinum þýzka prófessor
Backman í Arósum, en síðan tvö ár
á Frederiksberg tekniske skole og loks
fjögur ár við konunglega listaháskól-
ann í Kaupnmnnahöfn. Aðalkennari
hennar þar var prófessor Utzon
Frank. Hún hefur liin síðustu ár átt
höggmyndir á ýmsum helztu sýning-
um Danmerkur, svo sem á haustsýn-
ingum hjá „Den Frie“, en þátttaka í
þeim þykir mikil viðurkenning ung-
um listamönnum, og vorsýningum á
Charlottenborg, sem eru stærstu sýn-
ingar ársins. Dómar blaðanna, sem
fjallað' hafa um þessar sýningar, bera
það með sér, að höggmyndir Ólafar
hafa vakið þar meiri eftirtekt en flest
eða öll verk annarra sýnenda, og er
víða farið um þær hinum mestu lofs-
jTÖum.
Það er ekki heiglum hent að brjót-
ast áfram til sjálfstæðs frama á mynd-
höggvarabrautinni, og fáar listgrein-
ar munu krefjast meiri dugnaðar og
þrautseigju, andlegrar og líkamlegrar.
En þeir, er gerzt þekkja til Ólafar
Pálsdóttur, munu telja, að' hún sé um
margt vel búin til þeirrar erfiðu ferð-
ar. Hún hefur að veganesti miklar
gáfur og staðfastan vilja, gerir sér
sjálf Ijóst, að hún á margt eftir að
læra, en mun einnig eiga nægan metn-
að til að fara eigin götur í list sinni.
Síðasta Alþingi veitti Ólöfu nokk-
urn utanfararstyrk, og hún mun um
þessar mundir vera suður í Egypta-
landi. Vonandi sér ríkið sér fært að'
halda áfram stuðningi sínum við hina
ungu listakonu og efla hana þannig'
til meiri þroska og stærri viðfangs-
efna.