Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 51
BERTEL TORVALDSEN OG FAÐIR HANS
49
smávægilegar upphæðir, sem honum eru greiddar fyrirfram endrum og eins
við pantanir á stórum listaverkum og allar fara í kaup á efni og aðstoð,
hefur hann ekki annað fé handa milli þessi árin en styrkinn frá Akademinu.
Svo naumlega er að honum búið allan þann tíma sem faðir hans lifir.
En í augum vina hans í Kaupmannahöfn lítur þetta allt öðru vísi út.
Og sennilega hefur það einnig horft allt öðru vísi við föð'ur hans í þann
mund, sem hann var „lagður inn“ á Vartov. Einmitt um þetta leyti er
ekki meira um annað talað í Kaupmannahöfn en hinar risastóru högg-
myndir, sem Thorvaldsen á að gera í vegghvilftirnar úti fyrir Kristjáns-
borg. Einmitt þetta sama sumar hlaðast að honum pantanir á umfangs-
miklum listaverkum, bæði frá Róm og Washington. Hvernig áttu menn
að geta séð, að' í raun réttri voru þetta sjónhveríingar, sem hvorki gerðu
hann tíu ríkisdölum né tíu dollurum ríkari?
Svo er að sjá, sem nokkurs fáleika hafi gætt um stundar sakir í við-
horfi Thorvaldsens til Abildgárds, eftir að hinn síðarnefndi flutti lionum
íregnina um móðurlátið á svo tillitslausan hátt. En hann getur samt ekki
gleymt því, að Nicolaj Abildgárd er sá maður, er fyrstur hefur komið auga
a hæfileika hans og greitt honum allra manna bezt, götuna, af sjaldgæfri
ósíngirni. I bréfinu, sem hann skrifar Abildgárd, minnist hann ekki einu
orði á fráfall móður sinnar, en lætur hins vegar í ljós miklar áhyggjur
vegna föður síns. Hann segir svo:
„Ef þér gætuð látið yður verða eitthvað meira úr höggmyndunuin,
oska ég að þér látið föður minn njóta þess, þar sem ég hef ekki enn orðið
þess megnugur að' rétta foreldrum mínum hjálparhönd. Ég þakka jústits-
i'áðinu þá góðvild, sem þér hafið auðsýnt þeim“.
Og nú hefur Bertel Thorvaldsen tekið þær áhyggjur um föður sinn,
sem upp frá þessu láta liann ekki í friði. Þar kemur þó ekki eingöngu til
greina sonarleg ræktarsemi, heldur einnig tilfinningin fyrir því, að eins og
vinir hans þóttust byrði léttari við fráfall móður hans, svo muni þeir nú
kvíða því hlutskipti að' þurfa ef til vill að ala önn fyrir föður hans, gömlum
og slitnum. Og loks rekur Abildgárd smiðshöggið með því að leggja opin-
skátt fyrir hann þá spurningu, sem hann verður að fá svarað: „Hvað á að
gera við föður yð'ar?“
Þar með hefur hann „fengið hnífinn á hálsinn“. Það bætir ekki úr
skák, að Thorvaldsen er mjög einrænn, enda finnur hann ekki nema einn
oiann, sem hann getur trúað fyrir þessari „leyndu“ bjartasorg, eða, sem
getur — réttara sagt — togað upp úr Thorvaldsen þetta leyndamiál. Þetta
er Charles Stanley, arkitekt, félagi Bertels frá Listaskólanum og nánasti
ti'únaðarvinur hans í Róm, en nú dauðvona. Þeir ræða málið heila kvöld-
stund, en svo virðist sem Stanley hafi brostið kjark til að mæla fram lausn-
arorðið: Vartov. Hann bíður næsta dags, og þá skrifar hann Thorvaldsen.
^ar lýsir hann mörgum orðum ágæti þessarar stofnunar. Hann hefur sjálf-
llr átt þar frænku, sem lét hið bezta yfir vistinni, þekkir auk þess borgar-
stjóra, sem muni strax geta komið þessu í kring, o. s. frv.
Vinirnii' tveir ræoa málið á nýjan leik. Með damoklesarsverðið — spurn-