Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 96

Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 96
94 HELGAFELL tilburðum. Hlutverkið er í kjarna sín- um kómískt — tragedían slær þenn- an mann aldrei hart. Hér verður að gera eina athuga- semd. Þýðingin er gölluð. Það líðst engum að kasta höndum til þeirra hluta, sem Ibsen hefur látið frá sér fara, ekki einu sinni Halldóri Kiljan Laxness. Hljómfall Ibsens er horfið úr þessari „Viltu önd,“ hér er bók- mál með fráleitum útlenzku-slettum til að gefa persónum sérstætt orð- færi (Gína) og tákna málfar liðinn- ar tíðar. Hér eru vörður við veginn eins og geburtsdagur, lautinant og grósseri, en þegar kemur til kastanna að lesa utanáskrift á bréfi, stendur þar svo sannarlega: Ungfrú Heiðveig Ekdal — hvers vegna ekki fröken? Vitaskuld eru sprettir í þýðingunni, en til þeirra telst ekki þjóðvísubrot úr Sturlungu: mínar eru sorgirnar þungar sem blý, sem þýðing á: Á, det er sá knusende svært for mig! Það er vel, að Þjóðleikhúsið fær á- byrga rithöfunda til þess að þýða fyr- ir sig, en hefði ekki verið hyggilegra, að láta bókmenntaráðunaut leikhúss- ins líta yfir þessa þýðingu, úr því ráð- in voru tekin af þýðanda um nafn leiksins, og leikstjóri gat, af eðlileg- um ástæðum, ekki dæmt um þýðing- una? Vegna blindskerja þýðingarinnar verður að gefa Regínu Þórðardóttur og Indriða Waage nokkra forgjöf, hvað snertir hlutverk Gínu og Rel- lings læknis. Samt var Indriði Waage, satt bezt að segja, fullmikið undir áhrifum á annarri sýningu leiksins til þess að hafa tiltrú sem læknir, og broddurinn í sárhvössum athuga- semdum hans slæfaðist fyrir undar- leg aukahljóð, sem skaut upp í ræð- unni á ólíklegustu stöðum, gróða frú fyrir góða frú o. s. frv. Gína Ekdal, fyrrum vinnukona hjá Werle, er frá höfundarins hendi bæði hrjúf og al- þýðleg, hjá þýðanda, lærðust allra. Leikkonan Regína Þórðardóttir fann ekki samnefnara fyrir þessa persónu. Leikur hennar var á ytra borði, mæðusvipur og upphrópanir eiga ekki heima hjá Gínu. Hún svamlar eins og umhyggjusöm andarmamma á gruggugum forarpolli, en í innsta eðli sínu er hún harðánægð með lífið og tilveruna, nema hvað hún goggar hart og títt eftir ólukkans aðvífandi svörtum hrafni. Heiðveig er dóttir hennar, hvað sem faðerninu líður, hennar tragedía byrjar ekki fyrr en unginn fer í hrafninn. Gína er lífsins megin í tragi-komedíunni. Frú Sörby er það líka og Werle grósseri. Veik- burða strá, eins og Ekdal-feðgar, geta ekki þrifizt nema í skjóli sterkari líf- vera. Háð Ibsens og fyrirlitning flseð- ir yfir þá eins og úr ljóskastara. Gína er andarmamma, getum við sagt, en hún er manneskja og jafnvægisöxull leiksins. Þessi öxull fór úr skorðum hjá leikkonunni, þó að hún ætti til einstök sönn viðbrigði. Fórnarlambið í þessu drungalega leikriti er Heið- veig, 14 ára stúlka (í mútum, sam- kvæmt þýðanda). Hana lék Katrín Thors með sterkari tilþrifum en hlut- verkinu hæfir, hún grípur enn of hart og snöggt á, eins og í „Sumri hallar , yfirleikur í stað þess að lifa í og með hlutverkinu. Þetta var greinilegast, þegar Heiðveig mætir óskiljanlegum kulda föður síns, þá á hún að verða agndofa, ráðalaus, lömuð — ekki komast í uppnám, og síðustu ákvörð- un sína tekur hún með bamslegri em- feldni, sársaukalaust. Lárus Pálsson og Valur Gíslason reyndust enn sem fyrr traustar stoð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.