Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 104
HELGAFELL
in flytji nær eingöngn verk, sem ekki
hafa heyrzt hér áður, eins og var að
jafnaði fyrstu starfsár hennar, en var-
hug skyldi þó gjalda við of tíðum end-
urtekningum, jafnvel þótt um sé að
ræða úrvalsverk á borð við sinfóníur
Beethovens, og mörgum mun leika
hugur á að fá tækifæri til að kynnast
nýrri tónlist meira en Sinfóníuhljóm-
sveitin hefur gefið hlustendum sínum
kost á til þessa. Annars er þess nú
skammt að bíða, að hljómsveitin eigi
fimm ára starfsafmæli, og gefst þá ef
til vill kostur á að líta yfir starf henn-
ar í heild á því tímabili og gera nokk-
urn samanburð að þessu leyti við
starfsemi hljómsveita annars staðar.
----o-----
Nýstárlegustu tónleikarnir það sem
af er árinu eru þeir, sem Eugene Goos-
sens stjórnaði í byrjun febrúar. Voru
þar m. a. flutt tvö verk núlifandi höf-
unda: „En saga“ eftir Sibelius og
„Eldfuglinn“ eftir Strawinsky, auk
þriðju sinfóníunnar eftir Brahms og
„Carnival“-forleiksins eftir Dvorák.
Goossens mun vera frægasti hljóm-
sveitarstjóri, sem nokkru sinni hefur
stigið á stjórnpall hér, enda náði hann
á skömmum æfingatíma afburða góð-
um tökum á hljómsveitinni, svo að
hún skilaði glæsilega þessari erfiðu
efnisskrá.
Daglegt uppeldi Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar er vafalaust bezt komið
í höndum fastra stjórnenda, hvort
sem þeir starfa hér allt árið, eða ein-
göngu um mesta tónleikatímann eins
og verið hefur. Hitt er heldur ekki að
efa, að heimsóknir gesta á borð við
Eugene Goossens orka mjög örvandi
bæði á hljómsveitarmenn og áheyr-
endur, og ætti framvegis að mega gera
ráð fyrir þeim helzt ekki sjaldnar en
tvisvar á hverju starfsári fyrst um
sinn.
-----o-----
Fyrstu tónleikunum eftir nýárið
stjómaði Róbert Abraham Ottósson,
og var efnisskráin mjög fjölbrejdt.
Þuríður Pálsdóttir söng á þessuni tón-
leikum aríur eftir Mozart, Haydn og
Rossini, og leikin voru verk eftir
Brahms og Haydn og loks „Lærisveinn
galdrameistarans“ eftir Dukas. Þetta
er í fyrsta skipti, sem Þuríður Páls-
dóttir kemur fram með hljómsveit-
inni, og vann hún hugi áheyrenda með
látleysi sínu og innileik. En ennþá
virðist hana skorta tilfinningasnerpu
til að ljá túlkun sinni fvllsta áhrifa-
mátt.
A öðrum tónleikum Róberts A.
Ottóssonar lék Ruth Hermanns fiðlu-
konsertinn eftir Mendelssohn með
miklum mvndua-leik og skaphita, en
fremur hriúfri áferð. Hliómsveitin lék
,,Fidelio“-forleikinn eftir Beethoven
og sinfóníu nr. 1 í B-dúr. ..Vorsinfóní-
una“, eftir Schumann. Sinfónían var
svo endurtekin á næstu tónleikum. en
bá var einnig fluttur „Leonora“-for-
leikurinn nr. 3 og píanókonsert nr. 3
í c-moll, hvort teggsrja eftir Beet-
hoven. Rögnvaldur Siguriónsson fór
með einleikshlutverkið í konsertinum
og sýndi enn sem fvrr glæsilega tækni
og hrífandi tilþrif í leik sínum. — Ro-
bert Abraham Ottósson er í miög mik-
illi framför sem hliómsveitarstjóri.
Vald hans á hljómsveitinni verður ör-
uggara með hverjum tónleikum, sem
hann stjórnar. og mun hann áðúr en
varir verða orðinn ágætur hliómsveit-
arstjóri, ef honum gefast hæfileg tæki-
færi til að reyna si.v og afla sér til
fulls þess mvndugleika. sjálfstrausts
og öryggis, sem starfsreynslan ein
veitir. Hann mundi vafalaust 'hafa