Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 110
108
HELGAFELL
Jóhannes Jóhannesson sýndi síð-
astur í Listvinasalnum. Hann er nú
kominn með eintóm fyrirmyndaJaus
málverk. Mjög greinilegra framfara
gætti þar í formöryggi og litameðferð',
en yfirleitt voru myndirnar á þessari
sýningu ekki sérlega sannfærandi. Sú
glóð heitra tilfinninga, sem einkenndi
margar eldri myndir hans, virðist hafa
kulnað nokkuð á leiðinni til hins nýja
forms, og er nú dálítið á huldu í svip-
inn, hvernig þróun þessa trausta og
yfirlætislausa listamanns verður. Jó-
hannes er gullsmiður og hefur hann
gert nokkra málmdiska og málað á
þá mjög skemmtilega með glerung.
Benedikt Gúnnarsson heitir nýr
listmálari, bróðir hins þjóðkunna Vet-
urliða, ættaður að vestan. þaðan sem
sjórinn er kaldastur hér við land, en
kemur núna frá Spáni. þar sem fólk
er einna blóðheitast í álfunni. Hin
stórkostlega sýning hans í Lista-
mannaskálanum minnir á risavaxið
litamonument. Áhorfandinn veit lengi
vel ekki hvort hann er kominn inn á
sjónleik, jasskonsert eða tízkusýningu.
Stundum óttast hann það að kviknað
sé í byggingunni, þar sem hann er
staddur, glóandi eldtungurnar æð'a um
hann eins og spænsk naut, eimpínur
hvæsa á hann og ógurlegir gufustrók-
ar ógna með því að rífa sig upp úr
þökunum.
Straumlína, háspenna, lífshætta!
Nei, þetta er auðvitað atómverk-
smiðia. Sannarlega stórskemmtileg
sýning. beinlínis yfirþyrmandi og
heillandi í senn, augsýnilega allt nýtt
af nálinni.
Það er eins og ég hafi étið margar
töflur af anfetamíni. Einhver annar-
leg hugaræsing fer um taugarnar og
ég er eitthvað svo dásamlega glað-
vakandi. Ég hef stundum lesið um
það, er málverkasýningum er líkt við'
tónleika. iNfér eru það raunar alltaf
persónuleg vonbrigði, ef ég ætla á
málverkasýningu, að komast að raun
um að ég hef villzt ’inn á konsert í
staðinn, enda kann ég ekki að meta
jasstónlist að neinu ráði. Ég verð' þá
eitthvað undarlegur og finnst að ég
hafi verið plataður. Þetta er eigin-
lega í fyrsta sinn, sem ég hef lent inn
á jasstónleikum, sem mér hafa þótt
vera með þeim heillandi menningar-
brag, er hefur fengið mig til að gieyma
öllum fyrirganginum og öllu þessu
ferlega „apparati“, sem slíkum kon-
sertum fylgja.
Ég óska ungu kynslóðinni til liarn-
ingju með' þetta dauðhreinsaða, silf-
urtæra andrúmsloft, þessi djörfu for-
kláruðu form og þessa ómenguðu lita-
tóna, svo dásamlega gerilsneydda allri
tilfinningasemi. Ég er með öllu ófáan-
legur til þess að trúa því, að þessir
gáfuðu og menntuðu ungu menn, sem
allt leikur í höndunum á, og hafa nú
guði sé lof lagt undir sig alla borgara-
pressuna, falli sjálfir til fóta einhverju,
sem vinni að því að tortíma lífinu og
heiminum, að' þeir séu að reisa atóm-
verksmiðju til þess að fraxnleiða vopn
á meðbræður sína. Þessi ómótstæði-
lega ástríða til þess að tjá sig með
svo undarlegum hætti, en ekki með
gamla laginu. sem við flest skiljum
svo vel, hlýtur að vera í ætt við ein-
hverja æðri köllun.
-----o----
IJörður Agústsson hefur nú lokið'
við sínar fallegu skreytingar í hinu
nýja útibúi Búnaðarbankans í Aust-
urbænum. Mun þessu verki líklega
hafa verið hraðað vegna hugsanlegrar
vaxtahækkunar, sem kynni að' koma
óþægilega við einhverja viðskiptavim
bankanna. Hér virðist mér að hin