Helgafell - 01.04.1954, Page 110

Helgafell - 01.04.1954, Page 110
108 HELGAFELL Jóhannes Jóhannesson sýndi síð- astur í Listvinasalnum. Hann er nú kominn með eintóm fyrirmyndaJaus málverk. Mjög greinilegra framfara gætti þar í formöryggi og litameðferð', en yfirleitt voru myndirnar á þessari sýningu ekki sérlega sannfærandi. Sú glóð heitra tilfinninga, sem einkenndi margar eldri myndir hans, virðist hafa kulnað nokkuð á leiðinni til hins nýja forms, og er nú dálítið á huldu í svip- inn, hvernig þróun þessa trausta og yfirlætislausa listamanns verður. Jó- hannes er gullsmiður og hefur hann gert nokkra málmdiska og málað á þá mjög skemmtilega með glerung. Benedikt Gúnnarsson heitir nýr listmálari, bróðir hins þjóðkunna Vet- urliða, ættaður að vestan. þaðan sem sjórinn er kaldastur hér við land, en kemur núna frá Spáni. þar sem fólk er einna blóðheitast í álfunni. Hin stórkostlega sýning hans í Lista- mannaskálanum minnir á risavaxið litamonument. Áhorfandinn veit lengi vel ekki hvort hann er kominn inn á sjónleik, jasskonsert eða tízkusýningu. Stundum óttast hann það að kviknað sé í byggingunni, þar sem hann er staddur, glóandi eldtungurnar æð'a um hann eins og spænsk naut, eimpínur hvæsa á hann og ógurlegir gufustrók- ar ógna með því að rífa sig upp úr þökunum. Straumlína, háspenna, lífshætta! Nei, þetta er auðvitað atómverk- smiðia. Sannarlega stórskemmtileg sýning. beinlínis yfirþyrmandi og heillandi í senn, augsýnilega allt nýtt af nálinni. Það er eins og ég hafi étið margar töflur af anfetamíni. Einhver annar- leg hugaræsing fer um taugarnar og ég er eitthvað svo dásamlega glað- vakandi. Ég hef stundum lesið um það, er málverkasýningum er líkt við' tónleika. iNfér eru það raunar alltaf persónuleg vonbrigði, ef ég ætla á málverkasýningu, að komast að raun um að ég hef villzt ’inn á konsert í staðinn, enda kann ég ekki að meta jasstónlist að neinu ráði. Ég verð' þá eitthvað undarlegur og finnst að ég hafi verið plataður. Þetta er eigin- lega í fyrsta sinn, sem ég hef lent inn á jasstónleikum, sem mér hafa þótt vera með þeim heillandi menningar- brag, er hefur fengið mig til að gieyma öllum fyrirganginum og öllu þessu ferlega „apparati“, sem slíkum kon- sertum fylgja. Ég óska ungu kynslóðinni til liarn- ingju með' þetta dauðhreinsaða, silf- urtæra andrúmsloft, þessi djörfu for- kláruðu form og þessa ómenguðu lita- tóna, svo dásamlega gerilsneydda allri tilfinningasemi. Ég er með öllu ófáan- legur til þess að trúa því, að þessir gáfuðu og menntuðu ungu menn, sem allt leikur í höndunum á, og hafa nú guði sé lof lagt undir sig alla borgara- pressuna, falli sjálfir til fóta einhverju, sem vinni að því að tortíma lífinu og heiminum, að' þeir séu að reisa atóm- verksmiðju til þess að fraxnleiða vopn á meðbræður sína. Þessi ómótstæði- lega ástríða til þess að tjá sig með svo undarlegum hætti, en ekki með gamla laginu. sem við flest skiljum svo vel, hlýtur að vera í ætt við ein- hverja æðri köllun. -----o---- IJörður Agústsson hefur nú lokið' við sínar fallegu skreytingar í hinu nýja útibúi Búnaðarbankans í Aust- urbænum. Mun þessu verki líklega hafa verið hraðað vegna hugsanlegrar vaxtahækkunar, sem kynni að' koma óþægilega við einhverja viðskiptavim bankanna. Hér virðist mér að hin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.