Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 21
HUGLEIÐINGAR 1 HANDRITASAFNI
19
mnan norrænna málvísinda — en mér skilst, að þær séu varla eins nauð-
synlegar nú og áður, svo fremi sem hægt er að ljósmynda handritið sjálft.
Onnur leið er sú að láta útgáfuna ná yfir eitthvert einstakt bókmennta-
verk, kanna allar heimildir þess og prenta verkið sem sérstakan texta —
eða e. t. v. marga texta — með frábrugðnu orðavali. Slík aðferð krefst að
sjálfsögðu meiri vinnu af hálfu útgefandans. Fjöldi handritanna getur oft
haft niðurdrepandi áhrif; ekki er óalgengt, að' íslendingasaga fyrirfinnist
i allt að 50 handritum eða jafnvel fleirum: það er sökum þess, að sögurnar
hafa ætíð verið almennt lestrarefni, en voru ekki prentaðar fyrr en mjög
seint; þess vegna voru þær afritaðar allt fram á 19. öld. Útgefanda er þegar
1 upphafi Ijóst, að hinn mikli fjöldi handrita verður stórum rýrður, þegar
akvarðað er, hversu mörg þeirra rnuni hafa gildi við textaskýringu; stund-
urn verða aðeins eitt eða tvö eítir, sem lögð eru þá til grundvallar útgáf-
unni. Það krefur einatt mikillar þolinmæði að komast að þess háttar niður-
stöðu, en það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa, að útgefandinn hætti þar
ekki á hálfnaðri leið. Við vitum allt of mörg sorgleg dæmi þess, að nauð-
synlegar undirbúningsrannsóknir fyrir útgáfur hafa ekki verið unnar til
hlítar og afleiðingarnar brátt orðið þær, að handritum, sem í rauninni hafa
haft textaskýringar-gildi, hefur verið þokað til hliðar sem væru þau einskis
virði, og einnig hið gagnstæða: að afritanir varðveittra handrita hafa verið
ulitnar mikilsverðar heimildir. Því má ekki heldur gleyma, að útgáfa hefur
ekki aðeins þann tilgang að reyna að skera úr um það, hvað hinn uppruna-
lögi texti sé; liún á helzt einnig að veita vitneskju um það, hverja meðferð
lextinn hefur fengið, hvort honum hefur verið breytt við tímans rás.
Þegar á allt er litið, hlýtur þann, sem þekkingu hefur á handritunum,
°ft að undra það, hve ófullnægjandi ýmsar hinar svonefndu skýringa-út-
gafur eru. Allt of oft verður maður þess var, að handritsefnið hefur ekki
verið hagnýtt til fulls, að lesmálsmunurinn er tilviljunarkenndur og villandi,
að sambandið milli handritanna hefur ekki verið athugað til hlítar. Ósann-
gjarnt væri að ætla, að þetta sé einu saman kæruleysi útgefandans að
kenna. Orsökin er oft sú, að verkefnið hefur verið það viðamikið, að getu
utgefandans hefur reynzt það ofjarl, þegar Ijúka þurfti því innan hæfilegs
flrna, ellegar að útgefandinn hefur ekki haft það mikla þjálfun í slíku
starfi, að honum hafi verið fyllilega Ijóst, hvað gera skyldi.
Það er mín reynsla, að auðveldara sé að afla fjár til þess að fá útgáfu
Prentaða en að rekast á mann, sem geti leyst starfið af hendi. Þetta er í
sarnraami við það, að næstum ógjörningur er að finna nokkurn þann, sem
' esalings útgefandinn geti reist lifsafkomu sína á, meðan verkið er unnið.
_arf útgefandans er hér á norðlægari löndum varla álitið neitt sérlega
Vlrðulegt innan vísindanna; það er víst nokkurnveginn óhugsanlegt, t. d.,
aÖ það geti yfirleitt auðveldað nokkrum manni veg til doktorsgráðu. Þess
'egna er ofur skiljanlegt, að ungur maður, sem sett hefur sér það mark
e. t. v. með styrk til náms — að afla sér viðurkenningar á sviði vísinda,
snúi sér fremur að öðrum viðfangsefnum. Utan Norðurlanda er land eitt,
Par sem öllu auðveldara er að fá lærdómsgráðu fyrir útgáfustarf, og fyrir