Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 105
LISTIR
103
mikið gagn af að starfa um hríð með
öðrum hljómsveitum, þar sem starfs-
svið væri víðara og starfsemi fjöl-
breyttari, og er vonandi, að honum
gefist færi á slíku, áður en langt um
h'ður. Flutningur hans m. a. á „Læri-
sveini galdrameistarans“ og „Vorsin-
fóníunni“ má teljast til afreka, og
niun verða meðal hins minnisstæð-
asta frá þessu starfsári hljómsveitar-
innar.
-----o-----
A fyrstu tónleikum Olavs Kielland
lék Árni Kristjánsson einleik í píanó-
konsertinum nr. 4 í G-dúr eftir Beet-
hoven. Meðferð hans á þessu við-
kvæma og vandasama einleikshlut-
verki var með afbriðum glæsileg og
hrífandi, mótuð af djúpum skilningi
jafnt á verkinu í heild sem á hverju
smáatriði þess. „Pastoral“-sinfónía
Beethovens, sem einnig var flutt á
þessum tónleikum, naut sín hins vegar
ekki til fulls. Verkið í heild hlaut að’
gjalda hinnar þungu áherzlu, sem lögð
var á margvísleg einstök atriði þess,
°ö þau dramatísku áhrif, sem náðust
^aeð þessum hætti, urðu á kostnað
þess yndisþokka, sem verkinu er eig-
inlegur.
Samskonar meðferð á sinfóníunni
nr- 5 í e-moll eftir Tsehaikowsky, sem
flutt var á næstu tónleiknm Kiellands,
undirstrikaði hins vegar á áhrifamik-
hátt þau innri átök, sem í verk-
111,1 felast. Skáldleg innsýn stjórnand-
ans og rómantískur tilfinningahiti
hans naut sín hér til fnllnustu. Sömu
eigmleikar settu svip sinn á túlkun
hans á „Karneval í Röm“ eftir Berlioz,
en nægðu þó naumast til að blása
sannfærandi lífskrafti í þessa losara-
^egn tónsmíð. Á þe ssum tónleikum lék
Linar Vigfússon cellókonsert nr. 1 í
a-moll eftir Saint-Saens, og er það í
fyrsta skipti sem hann kemur fram
sem einleikari á sinfóníutónleikum.
Þetta afarvel gerða en þó heldur létt-
væga verk var prýðilega flutt, og skil-
aði einleikarinn sínu erfiða hlutverki
með sérstökum ágætum.
Á síðustu tónleikum Kiellands lék
Gísli Magnússon einleikshlutverkið í
píanókonsertinum nr. 1 í Es-dúr eftir
Liszt. Gísli hafði nýlega sýnt á sjálf-
stæðum tónleikum, að mikils mátti af
honum vænta, en þó mun mörgum
hafa komið á óvart með hvílíkum yf-
irburðum hann lék sér að hinu marg-
slungna tónaflúri Liszts. Hér er tví-
mælalaust á ferðinni einn af allraefni-
legustu yngri listamönnum okkar.
Onnur viðfangsefni á þessum tónleik-
um voru „Suite ancienne“ eftir Johan
Halvorsen, vel unnið verk, sem sam-
einar á skemmtilegan hátt. ýmis stíl-
einkenni barok-tímans og anda
norskra þjóðstefja, og fimmta sin-
fónían eftir Beethoven. Túlkun stjórn-
andans á sinfóníunni var mjög stór-
fengleg og hrífandi og eins og verkið
sjálft ofin mörgum þáttum viðkvæmni
og brennandi ástríðna, örlagaþunga
og baráttuhugs, og að lokum Ijóm-
andi sigurgleði. Hefur Olav Kielland
sjaldan sýnt betur en í þetta sinn,
hvílíkur afburðastjórnandi hann er,
þegar hann nýtur sín til fulls, og mun
þessi flutningur hans á fimmtu sin-
fóníu Beethovens lengi verða minnis-
stæður.
Sohlmans Musiklexikon
Á árunum 1948—52 kom út í Sví-
þjóð stærsta og vandaðasta handbók
um tónlistarefni, sem nokkru sinni
hefur verið gefin út á Norðurlöndum.
Verk þetta, sem er í 4 bindum, alls
um 2800 blaðsíður að stærð, nefnist