Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 45

Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 45
Guðmundur Kamban: Bertel Thorvaldsen og faðir hans Það er eitthvað auvirðilegt við rannsóknir fræðimanna á fyrsta kapítul- nnum í ævisögu Bertels Thorvaldsens — þeim þættinum, er veit að ætterni meistarans. Þegar, að foreldrunum báðum lifandi, er sonur þeirra orðinn frægur fyrir list sína suður í Rómaborg. Og nokkrum árum fyrir lát föður síns hefur hann getið sér heimsfrægð. En í sjálfu fæðingarlandi hans er áhuginn fyrir heimih því, sem hann er kominn frá, ekki meiri en svo, að þótt hverj- um skóladreng hefði á þeim tíma verið innan handar að afla sér fullrar vitneskju um uppruna hans í báðar ættir, þá eru samt hugmyndir síðari kynslóða um þetta atriði á allt að því afskræmandi ringulreið, sem hefur orðið því meiri sem lengra hefur liðið', unz nú er svo komið, að ævisögu- ritarar Thorvaldsens geta ekki einu sinni orðið á eitt sáttir um það, hvar hann sé fæddur, hvenær hann hafi fæðst, hvort hann hafi verið getinn í hjónabandi, hvaða nafn móðir hans hafi borið áður en hún giftist, og — hvort hann yfirleitt hafi verið sonur þess manns, sem hvorki hann sjálfur ué nokkur samtíðarmannanna efaðist um, að' væri faðir hans! Þessari síðustu véfengingu tekur maður að sjálfsögðu með stóiskri ró. En það, að henni er haldið fram, bendir engu að síður til viðsjárverðrar aráttu, sem mjög hefur gætt síðustu tuttugu árin, jafnvel meðal nafnkunnra danskra fræðimanna í bókmennta- og listsögu, sem sé þeirrar, að dauð- hreinsa minningu þessa mikla danska myndhöggvara af hverskonar tengsl- um við Island — þrátt fyrir það nafn, sem hann bar. Slíkt er vissulega þurflaus og — vægast sagt — harla vanmáttarkennd staðfesting á afvega- leiddu þjóðarstolti. Að því er snertir þjóðerni Bertels Thorvaldsens, hyggur víst enginn á hættulega samkeppni við Danmörku. Frá slíku sjónarmiði mætti allt þetta mál teljast lítils háttar. Frá sama sjónarmiði væri einnig hægt að leiða hjá sér það, sem getur að lesa í nýlegu fyrirmyndarriti um listamanninn, að hann hafi erft listgáfur sínar — frá uióður sinni. Slíkt er vitanlega heilaspuni. En, guð' minn góður, það er nú einu sinni svo, að liinir nýtízkulegu túlkendur geta ekki án þess verið að halda dauðahaldi í samhengið! Og þess vegna má það alls ekki vitnast, að Eertel litli hafi erft listgáfur sínar og hæfileika frá föðurnum. En hvers Vegna að fá þá að arfi? Snilligáfan gengur ekki að erfð'um. Sú lcenning skólaspekinnar, að tungl- og sólmyrkvar boði óhamingju, eru sannarlega engu óhugsanlegri en öll þau ferlegu býsn, sem húmanistar vorra tíma geta fiskað upp úr erfðafræðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.