Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 102
100
HELGAFELL
eru þær hættur, sem hér lieí'ur verið
drepið á, stórum alvarlegri með
stærri þjóð'um, þar sem meiri við-
skiptabragur er á tónlistarlífinu og
samkeppnin harðari. En það er tíma-
bært að vekja athygii á þeim einnig
hér, nú þegar meiri háttar tónleikar
innlendra og erlendra l'istamanna eru
orðnir svo hversdagslegur viðburður,
að jafnvel hinir áhugasömustu hlust-
endur endast ekki til að sækja þá
alla. Þess er þá kannske ekki svo mjög
langt að bíða, að hér fari að gilda
svipuð' lögmál og með stærri þjóðum
um samkeppni, framboð og eftirspurn
á tónleikamarkaðinum með þeim
fylgifiskum, sem þau hafa í för með
sér.
Árni Kristjánsson
Það ætti kannske naumast að telj-
ast til stórtíðinda, þótt Arni Kristj-
ánsson efni til píanótónleika hér í
lleykjavík — þetta gerist að vísu ekki
eins oft og margur mundi kjósa, en
þó með nokkuð reghdegu millibili. En
einhvernveginn fer það svo, að í hvert
skipti verð'a tónleikar hans meðal
merkisviðburða ársins á tónlistarsvið-
inu. Ekki af því að lúðrar séu blásn'ir
og bumbur knúðar fyrir þeim, heldur
vegna þess að listamaðurinn kemur í
hvert skipti á óvart með dýpri, inni-
legri og heilsteyptari skilningi og túlk-
un á viðfangsefnum sínum en áður.
Og með'ferð hans á þeim verður enn
meir sannfærandi vegna þess, að hún
einkennist af algerðu yfirlætisleysi.
Hann er vaxandi listamaður í orðsins
fyllstu merkingu og hefur þó lengi
verið í fremstu röð íslenzkra lista-
manna, — vaxandi frá ári til árs og
frá síðustu tónleikum til hinna næstu.
Ekki þannig, að hann leggi sér til
nýjar tæknibrellur eða ytri töfra-
brögð, heldur vegna þess að studdur
grundað'ri þekkingu og öruggri eðlis-
ávísun leitar hann stöðugt og kemst
sífelit nær því, sem er mergurinn máls-
ins — andi og innihald tónlistarinnar
sjálfrar — en gerir aldrei minnstu til-
raun til að trana fram persónu sinni.
Þegar ldustað er á Beethoven-sónötu
í flutningi Arna, er það Beethoven,
sem talar, en ekki Arn'i Ivristjánsson,
sem spilar. Meira og sannara lof verð-
ur ekki borið á nokkurn túlkanda
Beethovens, og mætti það vera sann-
mæli um fleiri en raun ber vitni.
Veigamesta viðfangsefni Arna á
tónle'ikunum í vetur var sónatan í
c-moll, op. 111, eftir Beethoven, eitt
fegursta og skáldlegasta píanóverk
snillingsins, yfirmannlegt í þrótti sín-
um, tign og göfgi. Þetta verk lék Arni
á tónleikum fyrir um það bil fimni
árum, og er sá flutningur enn í minni.
En enn öruggari voru tök hans á þvi
að þessu sinni og sambærileg við það'
sannasta og bezta, sem þekkist á þessu
sviði.
Stuttu eftir þessa tónleika kom
Arni fram sem einleikari í j)íanókon-
sertinum nr. 4 í G-dúr eftir Beet-
hoven með Sinfóníuhljómsveitinni
undir stjórn Olavs Kielland. Einnig
hér vann hann nýjan listsigur.
Þrír ungir listamenn
hafa kvatt sér hljóðs liér í vetur,
þeir Ingvar Jónasson fiðluleikari og
píanóleikararnir Guðmundur Jónsson
og Gísli Magnússon. Þeir höfðu alhr
verið meðal efnilegustu nemenda
Tónlistarskólans á sínum tíma og ver-
ið hvattir til að' leita utan til fram-
haldsnáms að loknu burtfararprófi
þar. Hafa þeir síðan dvalizt erlendis