Helgafell - 01.04.1954, Side 102

Helgafell - 01.04.1954, Side 102
100 HELGAFELL eru þær hættur, sem hér lieí'ur verið drepið á, stórum alvarlegri með stærri þjóð'um, þar sem meiri við- skiptabragur er á tónlistarlífinu og samkeppnin harðari. En það er tíma- bært að vekja athygii á þeim einnig hér, nú þegar meiri háttar tónleikar innlendra og erlendra l'istamanna eru orðnir svo hversdagslegur viðburður, að jafnvel hinir áhugasömustu hlust- endur endast ekki til að sækja þá alla. Þess er þá kannske ekki svo mjög langt að bíða, að hér fari að gilda svipuð' lögmál og með stærri þjóðum um samkeppni, framboð og eftirspurn á tónleikamarkaðinum með þeim fylgifiskum, sem þau hafa í för með sér. Árni Kristjánsson Það ætti kannske naumast að telj- ast til stórtíðinda, þótt Arni Kristj- ánsson efni til píanótónleika hér í lleykjavík — þetta gerist að vísu ekki eins oft og margur mundi kjósa, en þó með nokkuð reghdegu millibili. En einhvernveginn fer það svo, að í hvert skipti verð'a tónleikar hans meðal merkisviðburða ársins á tónlistarsvið- inu. Ekki af því að lúðrar séu blásn'ir og bumbur knúðar fyrir þeim, heldur vegna þess að listamaðurinn kemur í hvert skipti á óvart með dýpri, inni- legri og heilsteyptari skilningi og túlk- un á viðfangsefnum sínum en áður. Og með'ferð hans á þeim verður enn meir sannfærandi vegna þess, að hún einkennist af algerðu yfirlætisleysi. Hann er vaxandi listamaður í orðsins fyllstu merkingu og hefur þó lengi verið í fremstu röð íslenzkra lista- manna, — vaxandi frá ári til árs og frá síðustu tónleikum til hinna næstu. Ekki þannig, að hann leggi sér til nýjar tæknibrellur eða ytri töfra- brögð, heldur vegna þess að studdur grundað'ri þekkingu og öruggri eðlis- ávísun leitar hann stöðugt og kemst sífelit nær því, sem er mergurinn máls- ins — andi og innihald tónlistarinnar sjálfrar — en gerir aldrei minnstu til- raun til að trana fram persónu sinni. Þegar ldustað er á Beethoven-sónötu í flutningi Arna, er það Beethoven, sem talar, en ekki Arn'i Ivristjánsson, sem spilar. Meira og sannara lof verð- ur ekki borið á nokkurn túlkanda Beethovens, og mætti það vera sann- mæli um fleiri en raun ber vitni. Veigamesta viðfangsefni Arna á tónle'ikunum í vetur var sónatan í c-moll, op. 111, eftir Beethoven, eitt fegursta og skáldlegasta píanóverk snillingsins, yfirmannlegt í þrótti sín- um, tign og göfgi. Þetta verk lék Arni á tónleikum fyrir um það bil fimni árum, og er sá flutningur enn í minni. En enn öruggari voru tök hans á þvi að þessu sinni og sambærileg við það' sannasta og bezta, sem þekkist á þessu sviði. Stuttu eftir þessa tónleika kom Arni fram sem einleikari í j)íanókon- sertinum nr. 4 í G-dúr eftir Beet- hoven með Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Olavs Kielland. Einnig hér vann hann nýjan listsigur. Þrír ungir listamenn hafa kvatt sér hljóðs liér í vetur, þeir Ingvar Jónasson fiðluleikari og píanóleikararnir Guðmundur Jónsson og Gísli Magnússon. Þeir höfðu alhr verið meðal efnilegustu nemenda Tónlistarskólans á sínum tíma og ver- ið hvattir til að' leita utan til fram- haldsnáms að loknu burtfararprófi þar. Hafa þeir síðan dvalizt erlendis
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.