Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 115
BOKMENNTIR
113
það með neinni vissu. Ég sigldi til
Danmerkur seytján ára gamall og
hafði áður gefið út tvö ljóðakver á
forlagi Odds Björnssonar, þess mæta
manns. Einnig átti ég þá í fórum
mínum smásagnasafn, sem ekki varð
gefið út, og líklega má sá skaði telj-
ast bættur. En á útleiðinni skrifaði ég
fyrstu smásögu mína á dönsku. Hún
hét Bölgeskvulp. Á þessum fyrstu
unglingsárum mínum í Danmörku
skrifaði ég einnig stóra skáldsögu á
dönsku, sem ekki kom heldur á prent,
og sömuleiðis leikrit. Johannes Niel-
sen, leikstjóri við Folketeatret, taldi
sig ekki ófúsan að taka það til sýning-
ar. Hins vegar krafðist hann breyt-
inga á leikritinu, sem ég gat ekki fall-
izt á, og á því strandaði. Heimskan
getur stundum bjargað heiðri manns!
Annars mun fyrsta saga mín á dönsku
hafa birzt í tímaritinu Maanedsmaga-
sinet, sem þeir Frederik Hegel og Ax-
el Garde gáfu út, en þeir urðu síðar
forstöðumenn Gyldendals eins og
kunnugt er. Nokkur kvæði eftir mig
höfðu áður komið í Árósa-blöðum.
Gunnar Gunnarsson er mikill land-
námsmaður í fleiri skilningi en ein-
um. Hann haslar sér ungur völl sem
nthöfundur á framandi máli, skrifar
a þeirri tungu í þrjátíu og þrjú ár, en
snýr þá aftur heim og gerist rithöf-
undur á íslenzku. Það er ekki heigl-
um hent að hafa slík vistaskipti tvisv-
ar sinnum og verður raunar engum
getum leitt að slíkri þolraun. 1 þrjá-
tm og þrjú ár skrifaði hann ekki ann-
að á íslenzku en nokkur smáljóð.
En ég las alltaf íslenzkar bók-
^nenntir, íslendingasögurnar, Sturl-
Ungu, Árbækur Espólíns og Forn-
kréfasafnið. Ég lauk með því að fá
mestar mætur á Sturlungu. Sögurnar
eru að vísu margar hverjar mikil
listaverk, en þeim hættir til að láta
sligast af rómantík. Þær henta því
betur ungu fólki. Þegar heimurinn
eignast fullorðnari lesendur mun hon-
um betur skiljast, hvílíkt afburða-
verk Sturlunga er. Og víst er um það
að hvergi er annarsstaðar að finna
sannari mynd af íslendingum og ís-
lenzku þjóðinni.
— Og íslenzk tunga?
— Hún er einstætt mál, örðugt, en
ákaflega skemmtilegt. Það krefst
mikillar yfirlegu. Þessi litla saga, sem
ég hef núna í smíðum fyrir Reclam-
forlagið, verður aðeins f jórar til fimm
arkir, en hún tekur mig hálft ár.
— En framtíð skáldsögunnar? Er-
lendis eru víða uppi raddir um það,
að dagar hennar — og kannske bók-
menntanna yfirleitt — séu senn tald-
ir.
— íslendingar ættu flestum betur
að geta svarað þeirri spurningu. Þeir
hafa reynsluna fyrir því, hversu þær
sögur endast, sem bera nafn með
rentu. Fornbókmenntirnar standa
enn í dag undir sjálfstæði okkar —
og þjóðarmenningu, að minnsta kosti
alþýðlegasta hluta hennar. Ég held
að þeir, sem örvænta um framtíð
skáldsögunnar, láti blindast af því,
hversu margt í svonefndum bók-
menntum siglir undir fölsku flaggi.
Heimurinn býr við offramleiðslu af
allskonar ritvarningi, sem villir á sér
heimildir með því að nefna sig skáld-
sögur.
— En útvarpið? Dregur það ekki
úr lestrarlöngun almennings?
— Því er örðugt að svara, segir
Gunnar Gunnarsson. Útvarpið skap-
ar að vísu hóp manna, sem ekki verða
móttækilegir fyrir annað en það, sem
í þá er látið. En mundi slíkt fólk, þó
að engu útvarpi væri til að dreifa,