Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 115

Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 115
BOKMENNTIR 113 það með neinni vissu. Ég sigldi til Danmerkur seytján ára gamall og hafði áður gefið út tvö ljóðakver á forlagi Odds Björnssonar, þess mæta manns. Einnig átti ég þá í fórum mínum smásagnasafn, sem ekki varð gefið út, og líklega má sá skaði telj- ast bættur. En á útleiðinni skrifaði ég fyrstu smásögu mína á dönsku. Hún hét Bölgeskvulp. Á þessum fyrstu unglingsárum mínum í Danmörku skrifaði ég einnig stóra skáldsögu á dönsku, sem ekki kom heldur á prent, og sömuleiðis leikrit. Johannes Niel- sen, leikstjóri við Folketeatret, taldi sig ekki ófúsan að taka það til sýning- ar. Hins vegar krafðist hann breyt- inga á leikritinu, sem ég gat ekki fall- izt á, og á því strandaði. Heimskan getur stundum bjargað heiðri manns! Annars mun fyrsta saga mín á dönsku hafa birzt í tímaritinu Maanedsmaga- sinet, sem þeir Frederik Hegel og Ax- el Garde gáfu út, en þeir urðu síðar forstöðumenn Gyldendals eins og kunnugt er. Nokkur kvæði eftir mig höfðu áður komið í Árósa-blöðum. Gunnar Gunnarsson er mikill land- námsmaður í fleiri skilningi en ein- um. Hann haslar sér ungur völl sem nthöfundur á framandi máli, skrifar a þeirri tungu í þrjátíu og þrjú ár, en snýr þá aftur heim og gerist rithöf- undur á íslenzku. Það er ekki heigl- um hent að hafa slík vistaskipti tvisv- ar sinnum og verður raunar engum getum leitt að slíkri þolraun. 1 þrjá- tm og þrjú ár skrifaði hann ekki ann- að á íslenzku en nokkur smáljóð. En ég las alltaf íslenzkar bók- ^nenntir, íslendingasögurnar, Sturl- Ungu, Árbækur Espólíns og Forn- kréfasafnið. Ég lauk með því að fá mestar mætur á Sturlungu. Sögurnar eru að vísu margar hverjar mikil listaverk, en þeim hættir til að láta sligast af rómantík. Þær henta því betur ungu fólki. Þegar heimurinn eignast fullorðnari lesendur mun hon- um betur skiljast, hvílíkt afburða- verk Sturlunga er. Og víst er um það að hvergi er annarsstaðar að finna sannari mynd af íslendingum og ís- lenzku þjóðinni. — Og íslenzk tunga? — Hún er einstætt mál, örðugt, en ákaflega skemmtilegt. Það krefst mikillar yfirlegu. Þessi litla saga, sem ég hef núna í smíðum fyrir Reclam- forlagið, verður aðeins f jórar til fimm arkir, en hún tekur mig hálft ár. — En framtíð skáldsögunnar? Er- lendis eru víða uppi raddir um það, að dagar hennar — og kannske bók- menntanna yfirleitt — séu senn tald- ir. — íslendingar ættu flestum betur að geta svarað þeirri spurningu. Þeir hafa reynsluna fyrir því, hversu þær sögur endast, sem bera nafn með rentu. Fornbókmenntirnar standa enn í dag undir sjálfstæði okkar — og þjóðarmenningu, að minnsta kosti alþýðlegasta hluta hennar. Ég held að þeir, sem örvænta um framtíð skáldsögunnar, láti blindast af því, hversu margt í svonefndum bók- menntum siglir undir fölsku flaggi. Heimurinn býr við offramleiðslu af allskonar ritvarningi, sem villir á sér heimildir með því að nefna sig skáld- sögur. — En útvarpið? Dregur það ekki úr lestrarlöngun almennings? — Því er örðugt að svara, segir Gunnar Gunnarsson. Útvarpið skap- ar að vísu hóp manna, sem ekki verða móttækilegir fyrir annað en það, sem í þá er látið. En mundi slíkt fólk, þó að engu útvarpi væri til að dreifa,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.