Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 88
Pablo Casals og nútímatónlistin
Viðtal milli hins fræga sellóleikara Pablo Casals og blaðamanns frá Neiv
York Herald Tribune. Staður: Prades, Austur-Pýrenafjöllum, Frakklandi.
Tími: júní 1953.
CASALS: Velkominn! Hvílíkt dá-
semdarveður til að ræðast við: Heitt
og bjart — yndislegur dagur.
BLAÐAMAÐUR: Sannarlega — og
þér vingjarnlegur að fórna mér fáein-
um stundum af dýrmætum tíma yð-
ar.
CASALS: Hreint ekki. Manni er
hvíld í því að spjalla. Þessa stundina
vil ég ekki hugsa um hátíðartónleik-
ana, sem ég á fyrir höndum. Ég vil
gera mig frjálsan. Um hvað eigum
við að tala?
BLM.: Þér hafið aldrei látið neitt
uppskátt um skoðun yðar á tónlist
20. aldar. Er þess nokkur kostur að ég
fái að heyra álit yðar á henni?
CASALS: Viðkvæmt mál, það við-
urkenni ég. En við skulum rabba um
það samt. Hvar á ég að byrja?
BLM.: Hvar sem yður þóknast.
CASALS: Ég verð að taka það
fram, fyrst af öllu, að ég hef lagt
mjög hart að mér til að kynna mér
20. aldar tónlist. En — því miður —
hingað til hef ég ekki fundið neitt,
sem ég er ánægður með.
BLM.: Og hver er ástæðan?
CASALS: Ástæðan er sú, að mér er
ekki ljóst hvað þessi tónlist hyggst
gefa mannkyninu. Þess vegna kem ég
ekki heldur auga á stefnu hennar.
BLM.: Afsakið, en hvað er fólgið í
því, sem þér nefnið stefnu tónlistar-
innar?
CASALS: Háleit fegurð, rökfesta,
hugsun, von — þessa eiginleika verð
ég að finna. Og tónlistin verður að tjá
þetta skilyrðislaust á skiljanlegan
hátt. Tónlist 20. aldar fullnægir mér
ekki að þessu leyti. Að mínu viti er
hún á villigötum.
BLM.: Á villigötum?
CASALS: Já, því hún stefnir í enga
átt. Schoenberg hefur gert mér þá
persónulegu játningu, að hann hafi
viljað ganga úr skugga um, hve langt
væri hægt að komast með frjálsu tón-
vali. Og vissulega náði hann tilgang-
inum, en einungis vegna sinnar miklu
snilligáfu. Hefði einhver smábrotnari
tónlistarmaður hrundið hreyfingunni
af stað, mundi nútímatónlistin að
minni hyggju, hafa orðið algerlega
áhrifalaus.
BLM.: En eruð þér ekki sammála
mér um, að maður verði að hlusta
á Schoenberg?
CASALS: Jú, vissulega. Og sama er
að segja um Stravinsky — því miður.
Ég finn, að stundum verður jafnvel
hégóminn mikilvægur í meðförum
þessara tónskálda. En ég hef ekki get-
að sigrazt á þeim grun, að þessir
menn og fylgjendur þeirra séu það
sem þeir eru, vegna þess að þeir ótt-
ast að verða taldir gamaldags.
BLM.: Ber að skilja yður þannig, að
þér séuð óánægður með öll verk
þeirra?