Helgafell - 01.04.1954, Qupperneq 88

Helgafell - 01.04.1954, Qupperneq 88
Pablo Casals og nútímatónlistin Viðtal milli hins fræga sellóleikara Pablo Casals og blaðamanns frá Neiv York Herald Tribune. Staður: Prades, Austur-Pýrenafjöllum, Frakklandi. Tími: júní 1953. CASALS: Velkominn! Hvílíkt dá- semdarveður til að ræðast við: Heitt og bjart — yndislegur dagur. BLAÐAMAÐUR: Sannarlega — og þér vingjarnlegur að fórna mér fáein- um stundum af dýrmætum tíma yð- ar. CASALS: Hreint ekki. Manni er hvíld í því að spjalla. Þessa stundina vil ég ekki hugsa um hátíðartónleik- ana, sem ég á fyrir höndum. Ég vil gera mig frjálsan. Um hvað eigum við að tala? BLM.: Þér hafið aldrei látið neitt uppskátt um skoðun yðar á tónlist 20. aldar. Er þess nokkur kostur að ég fái að heyra álit yðar á henni? CASALS: Viðkvæmt mál, það við- urkenni ég. En við skulum rabba um það samt. Hvar á ég að byrja? BLM.: Hvar sem yður þóknast. CASALS: Ég verð að taka það fram, fyrst af öllu, að ég hef lagt mjög hart að mér til að kynna mér 20. aldar tónlist. En — því miður — hingað til hef ég ekki fundið neitt, sem ég er ánægður með. BLM.: Og hver er ástæðan? CASALS: Ástæðan er sú, að mér er ekki ljóst hvað þessi tónlist hyggst gefa mannkyninu. Þess vegna kem ég ekki heldur auga á stefnu hennar. BLM.: Afsakið, en hvað er fólgið í því, sem þér nefnið stefnu tónlistar- innar? CASALS: Háleit fegurð, rökfesta, hugsun, von — þessa eiginleika verð ég að finna. Og tónlistin verður að tjá þetta skilyrðislaust á skiljanlegan hátt. Tónlist 20. aldar fullnægir mér ekki að þessu leyti. Að mínu viti er hún á villigötum. BLM.: Á villigötum? CASALS: Já, því hún stefnir í enga átt. Schoenberg hefur gert mér þá persónulegu játningu, að hann hafi viljað ganga úr skugga um, hve langt væri hægt að komast með frjálsu tón- vali. Og vissulega náði hann tilgang- inum, en einungis vegna sinnar miklu snilligáfu. Hefði einhver smábrotnari tónlistarmaður hrundið hreyfingunni af stað, mundi nútímatónlistin að minni hyggju, hafa orðið algerlega áhrifalaus. BLM.: En eruð þér ekki sammála mér um, að maður verði að hlusta á Schoenberg? CASALS: Jú, vissulega. Og sama er að segja um Stravinsky — því miður. Ég finn, að stundum verður jafnvel hégóminn mikilvægur í meðförum þessara tónskálda. En ég hef ekki get- að sigrazt á þeim grun, að þessir menn og fylgjendur þeirra séu það sem þeir eru, vegna þess að þeir ótt- ast að verða taldir gamaldags. BLM.: Ber að skilja yður þannig, að þér séuð óánægður með öll verk þeirra?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.