Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 109
LISTIR
107
Nokkrar málverkasýningar
Hvar sem orsakanna kann að vera
að leita, virðist yfirleitt vera mikill
gróndi í listalífi í bænum, og rauriár
einnig annars staðar á landinu. T>að'
fólk, sem rekið hefur undanfarið áróð-
ur til að sannfæra þjóðina um að hún
stæði á glötunarinnar barmi, ófrjó og
umvafin eiturlofti mannhaturs og
morðhneigðar, hefur nú smám saman
orðið' að láta í minni pokann fyrir
þeirri staðreynd, að unga fólkið er
markvisst að leita fyrir sér og brjótast
fi'am til dýpri skilnings á lífinu og
hinum nýju viðhorfum, sem stöðugt
blasa við.
Nýir leikflokkar skjóta upp kollin-
"m um allt landið og leiksýningar eru
yfirleitt betur sóttar en þekkzt hefur
að'ur. Sama er að segja um tónleika
°g listsýningar. Hafa oft verið tvær
sýningar samtímis að undanförnu,
onnur í Listamannaskálanum en hin
• Listvinasalnum. Ef til vill stendur
þetta að einhverju leyti í sambandi
'rið efnalegt góðæri á flestum sviðum,
en gróskan á sér líka aðrar orsakir,
sem leita verður dýpra til skýringar á.
Af hinum mörgu málverkasýriing-
um skal fyrst telja sýningu Magnúsar
Jónssonar prófessors, þótt hann hafi
L1 þessa talið' sig fylla hóp amatör-
málara. Hann opnaði nú stóra sölu-
sýningu, svo að hér eftir verður það
að teljast broslegt lítillæti af honum
að fullyrða að hann sé einungis ama-
tör, þar sem líka er vitað að víða
1 húsum hanga mvndir hans við hlið
mynda eftir gömlu meistarana á virð-
mgarstöðúm. Iiitt segir sig sjálft, að
það þarf mikið átak til að skapa lista-
Verk samhliða formennsku í fjárhags-
'‘að'i, útvarpsráði, bankaráði o. s. frv.
Hngur og lítt menntaður hafnfirzk-
ur sjómaður, Sveinn Bjömsson, fyllti
einn daginn Listamannaskálann sínu
ferska sjávarlofti. Voru myndir hans
allar málaðar á skömmum tíma úti á
sjó, á milli þess að hann stundaði
vinnu sína um borð í togaranum, þar
sem hann var háseti. Sveinn hefur
fengið aðeins nokkurra stunda tilsögn
hjá Gunnlaugi Scheving. Er að sjálf-
sögðu of fljótt að spá um framtíð
þessa unga manns, sem í raun og veru
er enn alger byrjandi og hættir nú i
fyrsta sinn á það að halda sýningu í
höfuðstaðnum. En sýningin er engu
að' síður stórviðburður, er tillit er tek-
ið til allra aðstæðna, viðburður, sem
nálgast þau ævintýri, sem þjóðin hef-
ur búið lengst og bezt að.
Magnús A. Ámason sýndi í Lista-
mannaskálanum fjölda hugþekkra
mynda og annarra listaverka. Magn-
ús er ekki aðeins kunnur fyrir mál-
verk sín og höggmyndir, heldur einn-
ig tónverk og jafnvel skáldskap. Hug-
ur hans er of dreifður, og gæti það ver-
ið' ástæðan til þess að hann fær ekki
safnað fullum kröftum til glímunnar
við listgyðjuna. Yfir öllu, sem Magn-
ús snertir hendi, er menningarblær og
virðuleiki.
I Listvinasalnum var í nokkra daga
sýning á smámyndum eftir Jón Stef-
ánsson. Ekki var þar neitt af beztu
myndum hans, en myndirnar voru yf-
irleitt jafnar og heildarsvipur sýningr-
arinnar glæsilegur. Tvær mvndir báru
þó af, Esjan og Blóm og epli. Kemur
í þessum myndum fram alveg ný hlið
á hinum snjalla meistara, sem bendir
til þess að hann sé enn að ganga í
endurnýjung lífdaganna.
í Listvinasalnum var einnig í viku-
tíma sýning á uppstillingum eftir
ýmsa málara. Var hún á margan hátt
mjög athvglisverð.