Helgafell - 01.04.1954, Síða 109

Helgafell - 01.04.1954, Síða 109
LISTIR 107 Nokkrar málverkasýningar Hvar sem orsakanna kann að vera að leita, virðist yfirleitt vera mikill gróndi í listalífi í bænum, og rauriár einnig annars staðar á landinu. T>að' fólk, sem rekið hefur undanfarið áróð- ur til að sannfæra þjóðina um að hún stæði á glötunarinnar barmi, ófrjó og umvafin eiturlofti mannhaturs og morðhneigðar, hefur nú smám saman orðið' að láta í minni pokann fyrir þeirri staðreynd, að unga fólkið er markvisst að leita fyrir sér og brjótast fi'am til dýpri skilnings á lífinu og hinum nýju viðhorfum, sem stöðugt blasa við. Nýir leikflokkar skjóta upp kollin- "m um allt landið og leiksýningar eru yfirleitt betur sóttar en þekkzt hefur að'ur. Sama er að segja um tónleika °g listsýningar. Hafa oft verið tvær sýningar samtímis að undanförnu, onnur í Listamannaskálanum en hin • Listvinasalnum. Ef til vill stendur þetta að einhverju leyti í sambandi 'rið efnalegt góðæri á flestum sviðum, en gróskan á sér líka aðrar orsakir, sem leita verður dýpra til skýringar á. Af hinum mörgu málverkasýriing- um skal fyrst telja sýningu Magnúsar Jónssonar prófessors, þótt hann hafi L1 þessa talið' sig fylla hóp amatör- málara. Hann opnaði nú stóra sölu- sýningu, svo að hér eftir verður það að teljast broslegt lítillæti af honum að fullyrða að hann sé einungis ama- tör, þar sem líka er vitað að víða 1 húsum hanga mvndir hans við hlið mynda eftir gömlu meistarana á virð- mgarstöðúm. Iiitt segir sig sjálft, að það þarf mikið átak til að skapa lista- Verk samhliða formennsku í fjárhags- '‘að'i, útvarpsráði, bankaráði o. s. frv. Hngur og lítt menntaður hafnfirzk- ur sjómaður, Sveinn Bjömsson, fyllti einn daginn Listamannaskálann sínu ferska sjávarlofti. Voru myndir hans allar málaðar á skömmum tíma úti á sjó, á milli þess að hann stundaði vinnu sína um borð í togaranum, þar sem hann var háseti. Sveinn hefur fengið aðeins nokkurra stunda tilsögn hjá Gunnlaugi Scheving. Er að sjálf- sögðu of fljótt að spá um framtíð þessa unga manns, sem í raun og veru er enn alger byrjandi og hættir nú i fyrsta sinn á það að halda sýningu í höfuðstaðnum. En sýningin er engu að' síður stórviðburður, er tillit er tek- ið til allra aðstæðna, viðburður, sem nálgast þau ævintýri, sem þjóðin hef- ur búið lengst og bezt að. Magnús A. Ámason sýndi í Lista- mannaskálanum fjölda hugþekkra mynda og annarra listaverka. Magn- ús er ekki aðeins kunnur fyrir mál- verk sín og höggmyndir, heldur einn- ig tónverk og jafnvel skáldskap. Hug- ur hans er of dreifður, og gæti það ver- ið' ástæðan til þess að hann fær ekki safnað fullum kröftum til glímunnar við listgyðjuna. Yfir öllu, sem Magn- ús snertir hendi, er menningarblær og virðuleiki. I Listvinasalnum var í nokkra daga sýning á smámyndum eftir Jón Stef- ánsson. Ekki var þar neitt af beztu myndum hans, en myndirnar voru yf- irleitt jafnar og heildarsvipur sýningr- arinnar glæsilegur. Tvær mvndir báru þó af, Esjan og Blóm og epli. Kemur í þessum myndum fram alveg ný hlið á hinum snjalla meistara, sem bendir til þess að hann sé enn að ganga í endurnýjung lífdaganna. í Listvinasalnum var einnig í viku- tíma sýning á uppstillingum eftir ýmsa málara. Var hún á margan hátt mjög athvglisverð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.