Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 20
18
HELGAFELL
aðdáunarvert, hvað fyrri lesendum, og þá einkum Guðbrandi, sem hófst
fyrstur handa, hefur tekizt að lesa án hjálpargagna. Nærri er að ætla, að
hér hafi maður dæmi þess, hve óheppileg vætuaðferðin hefur gert illt
verra, og að blaðið hafi ekki getað verið eins óþægilegt viðureignar fyrir
100 árum og það er nú. Eg hef setið með þessa blaðsíðu við kvarts-lamp-
ann kvöld eftir kvöld, hversu mörg veit ég ógjörla, en áreiðanlega a. m. k.
20—30 klukkustundir samtals, og hver varð svo árangurinn? Eg get í ýms-
um atriðum leiðrétt fyrri lestur, ég hef komizt að raun um, að stundum
hafði Guðbrandur Vigfússon komizt að réttri niðurstöðu, stundum Finnur
Jónsson; stundum höfðu þeir báðir rangt fyrir sér. En það, sem ég hef getað
séð, er ekki öllu meira en þeir sáu; meginþorri þess, sem þeir höfðu skilizt
við sem ólesanlegt, hefur ekki verið hægt að sjá við lampann heldur. Og þá
vaknar sú spurning, hvort það sé í rauninni ómaksins vert að eyða miklum
tíma í þesskonar hluti, sem bera jafn rýran og einatt vafasaman árangur.
Völuspár-erindið með 21 orði var lesið á ea. 4 klukkustundum; það sam-
svarar um það bil 5 orðum á klukkustund (og mörg þeirra var reyndar
búið að lesa áður). Þar að auki er ekki víst, að heilsusamlegt sé fyrir augun
að nota þau í lestur af þessu tæi. Sagt er um sænska prófessorinn Gustaf
Cedersehiöld, að hann hafi orðið blindur á elliárunum sökum þess að hann
hafi í æsku lesið íslenzk handrit um of; ég sel þá sögu ekki dýrari en ég
keypti hana, en skemmtileg er hún ekki.
Hvernig sem á er litið, má hiklaust fullyrða, að í handritasafni sé um
að ræða alveg nóg af öðrum og jafnvel miklu fremur aðkallandi verkefnum
en þeim, að gera tilraun til að rýna í torlæs blöð, sem að lokum leiða að-
eins til hæpinnar niðurstöðu og margra spurningarmerkja. Mann getur
sundlað við þá tilhugsun, hversu margt er ógert; maðúr getur spurt sjálfan
sig: er það hugsanlegt, að því verki, sem vinna má innan þessara veggja,
verði nokkru sinni lokið? Svarið hlýtur að verða, að það verði því miður
aldrei; verkefnið er ótæmandi; alltaf verða fyrir hendi næg úrlausnarefni,
\rerði vísindi stunduð í framtíðinni á svipaðan hátt og nú og með sífellt
þaulhugsaðri sérhæfni og tæknilegum aðferðum. Þá verður hver og einn að
ákvarða, hvað nauðsynlegast sé, og á því getur enginn vafi leikið, að texta-
útgáfurnar hljóta að vera langefstar á blaði.
Þegar um er að ræða útgáfu texta, er hægt að fara að því á fleiri en
einn veg. Ég tala í því sambandi ekki um ýmiskonar endurútgáfuform, eins
og samræmdar, stafréttar, orðréttar, með eða án skáletraðra ráðninga; þuð
tæki of langt mál að ræða þau atriði, og niðurstaðan yrði sá salómonsdómur,
að allar ættu þær rétt á sér, hver og ein hefði sínu hlutverki að gegna. En
um hitt getur einnig verið að ræða að takmarka verkefnið á ýmsan hatt.
Útgefandi getur t. d. látið prenta eitthvert handrit frá byrjun til enda;
þekktar útgáfur þeirrar tegundar eru Flateyjarbók og Eirspennill, svo að-
eins tvær séu nefndar. Þegar hluti handritsins er ekki til í friunriti, en
verður að endursemjast, vekur starfið því meiri eftirvæntingu; þessu er t.
d. þannig farið um Hauksbók. Þessháttar útgáfur geta verið geysi-þýðingar-
miklar — útgáfa Elateyjarbókar er áreiðanlega einhver mest notaða útgáfa