Helgafell - 01.04.1954, Page 20

Helgafell - 01.04.1954, Page 20
18 HELGAFELL aðdáunarvert, hvað fyrri lesendum, og þá einkum Guðbrandi, sem hófst fyrstur handa, hefur tekizt að lesa án hjálpargagna. Nærri er að ætla, að hér hafi maður dæmi þess, hve óheppileg vætuaðferðin hefur gert illt verra, og að blaðið hafi ekki getað verið eins óþægilegt viðureignar fyrir 100 árum og það er nú. Eg hef setið með þessa blaðsíðu við kvarts-lamp- ann kvöld eftir kvöld, hversu mörg veit ég ógjörla, en áreiðanlega a. m. k. 20—30 klukkustundir samtals, og hver varð svo árangurinn? Eg get í ýms- um atriðum leiðrétt fyrri lestur, ég hef komizt að raun um, að stundum hafði Guðbrandur Vigfússon komizt að réttri niðurstöðu, stundum Finnur Jónsson; stundum höfðu þeir báðir rangt fyrir sér. En það, sem ég hef getað séð, er ekki öllu meira en þeir sáu; meginþorri þess, sem þeir höfðu skilizt við sem ólesanlegt, hefur ekki verið hægt að sjá við lampann heldur. Og þá vaknar sú spurning, hvort það sé í rauninni ómaksins vert að eyða miklum tíma í þesskonar hluti, sem bera jafn rýran og einatt vafasaman árangur. Völuspár-erindið með 21 orði var lesið á ea. 4 klukkustundum; það sam- svarar um það bil 5 orðum á klukkustund (og mörg þeirra var reyndar búið að lesa áður). Þar að auki er ekki víst, að heilsusamlegt sé fyrir augun að nota þau í lestur af þessu tæi. Sagt er um sænska prófessorinn Gustaf Cedersehiöld, að hann hafi orðið blindur á elliárunum sökum þess að hann hafi í æsku lesið íslenzk handrit um of; ég sel þá sögu ekki dýrari en ég keypti hana, en skemmtileg er hún ekki. Hvernig sem á er litið, má hiklaust fullyrða, að í handritasafni sé um að ræða alveg nóg af öðrum og jafnvel miklu fremur aðkallandi verkefnum en þeim, að gera tilraun til að rýna í torlæs blöð, sem að lokum leiða að- eins til hæpinnar niðurstöðu og margra spurningarmerkja. Mann getur sundlað við þá tilhugsun, hversu margt er ógert; maðúr getur spurt sjálfan sig: er það hugsanlegt, að því verki, sem vinna má innan þessara veggja, verði nokkru sinni lokið? Svarið hlýtur að verða, að það verði því miður aldrei; verkefnið er ótæmandi; alltaf verða fyrir hendi næg úrlausnarefni, \rerði vísindi stunduð í framtíðinni á svipaðan hátt og nú og með sífellt þaulhugsaðri sérhæfni og tæknilegum aðferðum. Þá verður hver og einn að ákvarða, hvað nauðsynlegast sé, og á því getur enginn vafi leikið, að texta- útgáfurnar hljóta að vera langefstar á blaði. Þegar um er að ræða útgáfu texta, er hægt að fara að því á fleiri en einn veg. Ég tala í því sambandi ekki um ýmiskonar endurútgáfuform, eins og samræmdar, stafréttar, orðréttar, með eða án skáletraðra ráðninga; þuð tæki of langt mál að ræða þau atriði, og niðurstaðan yrði sá salómonsdómur, að allar ættu þær rétt á sér, hver og ein hefði sínu hlutverki að gegna. En um hitt getur einnig verið að ræða að takmarka verkefnið á ýmsan hatt. Útgefandi getur t. d. látið prenta eitthvert handrit frá byrjun til enda; þekktar útgáfur þeirrar tegundar eru Flateyjarbók og Eirspennill, svo að- eins tvær séu nefndar. Þegar hluti handritsins er ekki til í friunriti, en verður að endursemjast, vekur starfið því meiri eftirvæntingu; þessu er t. d. þannig farið um Hauksbók. Þessháttar útgáfur geta verið geysi-þýðingar- miklar — útgáfa Elateyjarbókar er áreiðanlega einhver mest notaða útgáfa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.