Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 81

Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 81
NOK.KUR ATRIÐI ÚR GISLA SÖGU SÚRSSONAR 79 stendur og mætavel af sér við það, sem segir í jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns, að Orrastaðir séu kallaðir Koltur. Með tilfærslu á Kolturs-örnefninu á réttan stað fæst fyllsta samræmi milli allra heimilda. En þar eð hér er um fornt og fágætt ömefni að ræða verður nokkuð að því vikið síðar. Fyrir kunnuga er eftirfarandi frá- sögn mjög glögg, að því er tekur til staðhátta. Hún er tekin úr Gísla sögu hinni skemmri. „Þorgeir hét maðr, ok var kallaðr orri; hann bjó á Orra- stöðum. Bergr hét maðr, ok var kall- aðr skammfótr; hann bjó á Skamm- fótarmýri fyrir austan (hdr. vestan) ána. Nú tala þessir menn með sér um leikinn, (þegar Gísli orti vísuna °g fyrr segir), ok þykkir sinn veg hvárum þeira, ok deila þeir loks ór þrætunni; er Bergr með Berki, enn Þorgeir með Þorsteini; ok eigi lýkr þar fyrr, en Bergr hleypr upp ok lýstr Þorstein öxarhamarshögg ok kveðr hann vera ekki at manni — segir; at hann mun at síðr leika til móts við Börk, að hann kveðr hann ekki skuli þora í móti at gera, þótt hann slái hann. Enn Þorgeir stendr Þá milli þeira, ok er hann til samn- ings; ok nú fær Þorsteinn ekki hefnt sín, ok skiljast þeir nú at því. Fer hann nú til móður sinnar Auðbjarg- ar--------“ Sjávargata þremenninganna er löng. Þeir hafa fylgzt að um það bii 2 km., en þá skiljast þeir. Bergur heldur í suðaustur, niður Kolnabala °g austur yfir ána, en Þorsteinn stefn- ir í hásuður, yfir Þverá til Annmarka- staða. Þorgeir er kominn heim. Með- íram „fær Þorsteinn ekki hefnt sín,“ að nú eru leiðir skildar. Enn í dag skiptast vegir við Kolt- ur. Þar beygðu menn upp á Lamba- dal, er þeir fara Lokinhamraheiði í Arnarfjörð, en leggi þeir leið um Koltursdal, halda þeir sömu stefnu og Þorsteinn.1) í þessu sambandi skal á það bent, að í Árbók Ferðafélagsins 1951 er glöggur uppdráttur og rétt staðsetn- ing á hinum fornu heitum í Hauka- dal, er hér hefir nokkuð verið fjallað um, og mega spurningarmerkin, sem þar eru við tvö nöfnin, nemast á brott. Nokkur galli er þó það, að á sömu blaðsíðu, 127, er textabrenglun í fjórðu línu að neðan, en hana má leiðrétta eftir uppdrættinum. IV. Formálinn að hinni nýjustu útgáfu Gísla sögu Sússonar er mikið og merkilegt verk. Hann er ritaður af útgefandanum dr. Birni K. Þórólfs- syni, og virðist allt þar saman kom- ið er um söguna verður sannað og sagt. Höfundur segir þó á bls XXXII: „Hið hæpnasta, sem sagan segir um staðhætti í Haukadal, er lýsing þess, hvernig Þorkell kemst á bak þeim Berki (bls. 64). Þar er teflt á tæp- asta vaðið, en ekki mun óhugsandi, að gagnkunugur maður gæti leikið þetta“. Það er rétt, „hér er teflt á tæpasta vaðið“, bæði fyrir Þorkel og söguhöf- undinn um staðreyndir. Gleggst er, til þess að geta áttað sig á þessu, að skipta alfaraveginum frá Sandárós til Haukadals í þrjá áfanga. Sagan kallar þessa leið 1) Lambadalur og Kolturadalur eru hliðstæðir; ganga í suðvestur úr Hauka- dal; Kolturshorn skilur á milli þeirra. — Þverá kemur úr og rennur um Lambadal og fellur í Langá, en svo heyrði ég Hauka- dalsá nefnda fyrir framan Þverá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.