Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 10

Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 10
8 HELGAFELL armiði bezt komin á íslandi, er það sú röksemd fyrir vorum málstað, sem hefur mest almennt gildi, ofar eigingirni og þjóðernistilfinningu. Það liggur í hlutarins eðli, að samkvæmt þessu sjónarmiði þyrfti það alls ekki að vera æskilegt, að öll menningarverðmæti væru geymd í föður- landi höfunda þeirra. Snilldarverk flestra þjóð'a eru dreifð um allan heim, og enn hefur engum dottið í hug að gera allsherjar tiltekt í söfnum veraldar- innar og flytja hvern hlut heim til föðurhúsanna. Með því mundi menn- ingin verða fátækari, og hið lifandi samband milli andlegs lífs ólíkra þjóða, sem skapast af skilningi á menningu annarra, mundi þá rofna. Mundu Hollendingar auðgast, ef þeir heimtu öll málverk Rembrandts heim og sviptu þannig aðrar þjóðir þeim tækifærum, sem þær nú hafa til að’ kynnast af eigin raun hinum mikla meistara? Hefðu ekki íslendingar efni á því og hag, að nokkur af snilldarverkum mestu listamanna vorra væru geymd í frægustu söfnum veraldar? Fornbókmenntir Islendinga eru ekki eign þeirra einna, heldur allra þeirra manna, sem læra að meta þær að verðleikum. Það er hin mesta upphefð Islendingum að hafa orðið slíkir veitendur á sviði heimsbókmenntanna, og bak við' kröfur Islendinga á ekki að búa eingöngu eigingirni, heldur löngun til þess, að slík verðmæti megi bera sem ríkulegastan ávöxt. Reynslan hefur sýnt og sannað, að engir komast í hálfkvisti við Islendinga í lestri og skýringum á texta handritanna. Endurheimt þeirra mundi því gera oss kleift, að verða öðrum þjóðum enn veitulli á þessu sviði, og það ætti að verð'a oss hið æðsta markmið. Svo er að sjá sem Danir hafi í tillögum þessum gengið mjög langt í þá átt að fullnægja kröfum íslendinga að þessu leyti. Hefðu þær komið til framkvæmda er öruggt, að' Reykjavík hefði þegar orðið höfuðaðsetur allra rannsókna í fom-íslenzkum fræðum, og lögð var áherzla á það í tillögunum, að sem bezt skyldi búið að' vísindalegum rannsóknum. Það var því í raun og veru mikill sigur, að Danir skyldu veita rétti vorum slíka viðurkenningu. V. Neitun íslendinga á því að hefja umræður við Dani á grundvelli þess- ara tillagna virðist hafa vertð byggð á röngu mati á hinum raunverulegu aðstæðum í málinu. Tilfinningarnar hafa verið alls ráðandi undir vígorð- inu: allt eða ekkert. Samt ætti það að vera hverjum manni ljóst nú orðið, að séu Dönum settir þeir kostir, gæti verið hætta á, að vér fengjum ekkert fremur en allt. Það er aðeins tvennt, sem réttlætt getur afstöðu íslenzkra stjórnarvalda. Annars vegar, að því hafi verið trúað, að hægt væri með harðfylgi að knýja fram hagstæðara tilboð, án þess að hætta væri á samningsslitum, og hins vegar sú skoðun, að með samningum á sameignargrundvelli mundu Islend- ingar fyrirgera kröfu sinni til meiri afhendingar eða fulls eignarréttar síðar. Hvorugt þetta virðist að vorum dómi hafa við gild rök að styðjast. Með því að hafna öllum samningum hefur málinu verið komið í algera sjálf- beldu, en í umræðum við Dani hefði mátt ganga úr skugga um það, að rétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.