Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 92
90
HELGAFELL
Fólkið dáir flóttamanninn eins og
hjá okkur útilegumanninn, en hring-
arnir detta af Christopher, þegar
hann missir glæp sinn. Eyvindur
heldur sínum til leiksloka í frum-
gerðinni. Hann er konungur fjall-
anna.
Svona heilabrot hafa ekki hrjáð
Harald Björnsson, þegar hann svið-
setti Fjalla-Eyvind fyrir Leikfélag
Hveragerðis. Með áhugamönnum fé-
lagsins hefði hann þó getað numið
nýtt land, eins og hann gerði 1930,
það sýndu hin trúverðugu viðbrögð
leikenda í baðstofunni og í réttunum.
Fólkið í litlu hlutverkunum þekkti
sitt eigið þjóðlíf, á þeirri þekkingu
átti líka að byggja leikinn hjá hin-
um. Mér er næst að halda, að þá hefði
útkoman orðið fyrirmyndar sýning.
Gunnar Magnússon er að vísu of gam-
all til þess að sýna Eyvind í fyrstu
þáttunum, auk þess var gerfi óheppi-
legt og málrómur fram í nefið, en
Gunnar er lang- og margreyndur leik-
ari að norðan og hefði átt ólíkt hæg-
ara, ef leikstjóri hefði ekki bitið 1 sig
að gera Eyvind að hátíðlegum píslar-
votti laga og réttar fyrir stelsýki
hans. Magnea Jóhannesdóttir var að
sínu leyti ágæt Halla, en óhóflegt
kvensilfur utan á henni þvingaði leik
hennar í fyrri þáttunum, en þar þarf
Halla á allri sinni mýkt að halda.
Reyfarabragurinn á Arnesi er hefð-
bundinn hjá leikstjóranum og sjálf-
um tekst honum að gera hann svo
stóran í broti, að persónan verður að
minnsta kosti skemmtileg í fyrri at-
riðum og tröllsleg á fjöllum, en þessi
skilningur hentar ekki Theódóri Hall-
dórssyni, sem er augsýnilega mjög
fljótur að taka tilsögn. Ef þessir þrír
aðalleikendur, sem allir hafa reynslu
á leiksviði mjög sambærilega við
suma leikara hér í bæ, hefðu fengið
frjálsari tilsögn, óþvingaða af hefð-
bundnum venjum frá fyrri sýningum
á Fjalla-Eyvindi, er ekki að vita,
nema þessi sýning áhugamannanna
hefði táknað merkilegan áfanga í ís-
lenzkri leiklist utan höfuðstaðarins.
Gamlar lummur.
Frá jólum hefur það strítt á leik-
ritavalsnefnd Þjóðleikhússins að hita
upp gamlar lummur frá Leikfélagi
Reykjavíkur. Fyrstu árin féllu menn
í stafi yfir hugmyndafátækt þessara
ráðamanna, en nú, er þeir hafa þurr-
ausið heimsbókmenntirnar með vafa-
sömum fjárhagslegum árangri, hverfa
þeir að nærtækari og tryggari við-
fangsefnum. Frá jólum hefur Þjóð-
leikhúsið sem sagt staðið í ströngu að
fullnægja eftirspurninni eftir að-
göngumiðum að Pilti og stúlku, jóla-
leikriti Leikfélags Reykjavíkur frá
1934. Vonbrigði hafa það verið nokk-
ur, að Sá sterkasti, sem þó var enn
eldra leikrit, skyldi ekki gera sömu
lukku. Nitouche á að bæta þau upp í
vor. Nefndin hefur heykzt á allri við-
leitni að standa á eigin fótum, enda
ekki í langa tíð heyrzt í formanni
Þjóðleikhússins um heimsbókmennt-
ir, og Harvey síðasta bókmenntalega
skrautfjöður í hatti þjóðleikhús-
stjóra.
Það þýðir ekkert að segja fólki, að
Piltur og stúlka sé slæmt leikrit. Á
okkar mælikvarða er það ekki slæmt,
en ef til vill er kvarðinn í styttra lagi.
Þegar leikritið kom fram, var bent a
augsýnilegar veilur í því, og þær eru
jafn augljósar enn þá, en slíku tali
var ekki anzað þá, og er heldur ekki
anzað nú, af því að leikritið stendur