Helgafell - 01.04.1954, Síða 92

Helgafell - 01.04.1954, Síða 92
90 HELGAFELL Fólkið dáir flóttamanninn eins og hjá okkur útilegumanninn, en hring- arnir detta af Christopher, þegar hann missir glæp sinn. Eyvindur heldur sínum til leiksloka í frum- gerðinni. Hann er konungur fjall- anna. Svona heilabrot hafa ekki hrjáð Harald Björnsson, þegar hann svið- setti Fjalla-Eyvind fyrir Leikfélag Hveragerðis. Með áhugamönnum fé- lagsins hefði hann þó getað numið nýtt land, eins og hann gerði 1930, það sýndu hin trúverðugu viðbrögð leikenda í baðstofunni og í réttunum. Fólkið í litlu hlutverkunum þekkti sitt eigið þjóðlíf, á þeirri þekkingu átti líka að byggja leikinn hjá hin- um. Mér er næst að halda, að þá hefði útkoman orðið fyrirmyndar sýning. Gunnar Magnússon er að vísu of gam- all til þess að sýna Eyvind í fyrstu þáttunum, auk þess var gerfi óheppi- legt og málrómur fram í nefið, en Gunnar er lang- og margreyndur leik- ari að norðan og hefði átt ólíkt hæg- ara, ef leikstjóri hefði ekki bitið 1 sig að gera Eyvind að hátíðlegum píslar- votti laga og réttar fyrir stelsýki hans. Magnea Jóhannesdóttir var að sínu leyti ágæt Halla, en óhóflegt kvensilfur utan á henni þvingaði leik hennar í fyrri þáttunum, en þar þarf Halla á allri sinni mýkt að halda. Reyfarabragurinn á Arnesi er hefð- bundinn hjá leikstjóranum og sjálf- um tekst honum að gera hann svo stóran í broti, að persónan verður að minnsta kosti skemmtileg í fyrri at- riðum og tröllsleg á fjöllum, en þessi skilningur hentar ekki Theódóri Hall- dórssyni, sem er augsýnilega mjög fljótur að taka tilsögn. Ef þessir þrír aðalleikendur, sem allir hafa reynslu á leiksviði mjög sambærilega við suma leikara hér í bæ, hefðu fengið frjálsari tilsögn, óþvingaða af hefð- bundnum venjum frá fyrri sýningum á Fjalla-Eyvindi, er ekki að vita, nema þessi sýning áhugamannanna hefði táknað merkilegan áfanga í ís- lenzkri leiklist utan höfuðstaðarins. Gamlar lummur. Frá jólum hefur það strítt á leik- ritavalsnefnd Þjóðleikhússins að hita upp gamlar lummur frá Leikfélagi Reykjavíkur. Fyrstu árin féllu menn í stafi yfir hugmyndafátækt þessara ráðamanna, en nú, er þeir hafa þurr- ausið heimsbókmenntirnar með vafa- sömum fjárhagslegum árangri, hverfa þeir að nærtækari og tryggari við- fangsefnum. Frá jólum hefur Þjóð- leikhúsið sem sagt staðið í ströngu að fullnægja eftirspurninni eftir að- göngumiðum að Pilti og stúlku, jóla- leikriti Leikfélags Reykjavíkur frá 1934. Vonbrigði hafa það verið nokk- ur, að Sá sterkasti, sem þó var enn eldra leikrit, skyldi ekki gera sömu lukku. Nitouche á að bæta þau upp í vor. Nefndin hefur heykzt á allri við- leitni að standa á eigin fótum, enda ekki í langa tíð heyrzt í formanni Þjóðleikhússins um heimsbókmennt- ir, og Harvey síðasta bókmenntalega skrautfjöður í hatti þjóðleikhús- stjóra. Það þýðir ekkert að segja fólki, að Piltur og stúlka sé slæmt leikrit. Á okkar mælikvarða er það ekki slæmt, en ef til vill er kvarðinn í styttra lagi. Þegar leikritið kom fram, var bent a augsýnilegar veilur í því, og þær eru jafn augljósar enn þá, en slíku tali var ekki anzað þá, og er heldur ekki anzað nú, af því að leikritið stendur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.