Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 112
ENNTIR
Rætt við Gunnctr Gunnarsson
Efst á Laugaholtinu vestanverðu, í
glæsilegu húsi með víða útsýn til hafs
og fjalla, býr Gunnar skáld Gunnars-
son og kona hans, frú Franzisca, við
sjaldgæfa rausn og hýbýlaprýði. Eng-
um þeim gesti, er stígur þar inn fyrir
þröskuld, getur dulizt, að hann er
staddur á heimili íslenzks höfðingja
og heimsborgara.
Að þessu sinni er ég kominn í heim-
sókn til Gunnars Gunnarssonar til að
leita frétta af því, sem gerist við
skrifborð skáldsins. En ég hef líka í
huga, að skáldið á sextíu og fimm
ára afmæli innan skamms og vík að
því til afsökunar forvitni minni.
— Já, það verður alltaf eitthvað að
ske, segir Gunnar Gunnarsson. Þessi
afmælisfaraldur, sem hér geysar, er
eitt af sjúkdómseinkennum vélaald-
arinnar. Allt verður að lúta kröfum
áróðurs og auglýsinga. Fullorðið fólk
má ekki ánetjast slíkum hégóma.
Nei, þetta er ekkert afmæli.
Gunnar Gunnarsson segir þetta að
vísu brosandi, en ég veit engu að síð-
ur að honum er alvara. Það er eitt af
skapgerðareinkennum hans að skirr-
ast allan áróður og sýndarmennsku.
Mér verður það enn ljósara en áður
þegar ég lít yfir álitlegan hlaða af
þeim bókum hans, sem gefnar hafa
verið út á erlendum málum hin allra
síðustu ár. Margir höfundar mundu
sjá til þess, að blöð og útvarp gerðu
sér tíðræddara um slíkan bókmennta-
frama.
— Aðventa er nýkomin út í Sví-
þjóð og önnur útgáfa, ódýr, er vænt-
anleg þar í haust, segir Gunnar. Áð-
ur hefur þessi saga komið út í Þýzka-
landi, Englandi og Ameríku, en þar
var hún valin „bók mánaðarins“
(Book of the month). Fóstbræður
hafa komið út hjá Fremads Folks-
bibliotek, Jón Arason í nýrri útgáfu
í Þýzkalandi og Austurríki, og Sálu-
messa kemur bráðlega á markaðinn i
sömu löndum. Insel-forlagið hefur nú
síðast sent frá sér Blindhús, en það
hefur áður gefið út fleiri skáldsögur
mínar og þeirra fyrst Drenginn, sem
seldist mjög vel. Þá gefur forlagið
Albert Langen-Georg Muller í Mún-
chen út smásagnasafn, sem nefnt hef-
ur verið á þýzku Kinder, Schelme
und Káuze. Sitthvað fleira af bókum
mínum er sem stendur í þýðingu.
— Fjallkirkjan?
— Hún kemur að forfallalausu út
í haust hjá L.T. forlaginu í Svíþjóð.
Það verða þrjú stór bindi með öllum