Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 112

Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 112
ENNTIR Rætt við Gunnctr Gunnarsson Efst á Laugaholtinu vestanverðu, í glæsilegu húsi með víða útsýn til hafs og fjalla, býr Gunnar skáld Gunnars- son og kona hans, frú Franzisca, við sjaldgæfa rausn og hýbýlaprýði. Eng- um þeim gesti, er stígur þar inn fyrir þröskuld, getur dulizt, að hann er staddur á heimili íslenzks höfðingja og heimsborgara. Að þessu sinni er ég kominn í heim- sókn til Gunnars Gunnarssonar til að leita frétta af því, sem gerist við skrifborð skáldsins. En ég hef líka í huga, að skáldið á sextíu og fimm ára afmæli innan skamms og vík að því til afsökunar forvitni minni. — Já, það verður alltaf eitthvað að ske, segir Gunnar Gunnarsson. Þessi afmælisfaraldur, sem hér geysar, er eitt af sjúkdómseinkennum vélaald- arinnar. Allt verður að lúta kröfum áróðurs og auglýsinga. Fullorðið fólk má ekki ánetjast slíkum hégóma. Nei, þetta er ekkert afmæli. Gunnar Gunnarsson segir þetta að vísu brosandi, en ég veit engu að síð- ur að honum er alvara. Það er eitt af skapgerðareinkennum hans að skirr- ast allan áróður og sýndarmennsku. Mér verður það enn ljósara en áður þegar ég lít yfir álitlegan hlaða af þeim bókum hans, sem gefnar hafa verið út á erlendum málum hin allra síðustu ár. Margir höfundar mundu sjá til þess, að blöð og útvarp gerðu sér tíðræddara um slíkan bókmennta- frama. — Aðventa er nýkomin út í Sví- þjóð og önnur útgáfa, ódýr, er vænt- anleg þar í haust, segir Gunnar. Áð- ur hefur þessi saga komið út í Þýzka- landi, Englandi og Ameríku, en þar var hún valin „bók mánaðarins“ (Book of the month). Fóstbræður hafa komið út hjá Fremads Folks- bibliotek, Jón Arason í nýrri útgáfu í Þýzkalandi og Austurríki, og Sálu- messa kemur bráðlega á markaðinn i sömu löndum. Insel-forlagið hefur nú síðast sent frá sér Blindhús, en það hefur áður gefið út fleiri skáldsögur mínar og þeirra fyrst Drenginn, sem seldist mjög vel. Þá gefur forlagið Albert Langen-Georg Muller í Mún- chen út smásagnasafn, sem nefnt hef- ur verið á þýzku Kinder, Schelme und Káuze. Sitthvað fleira af bókum mínum er sem stendur í þýðingu. — Fjallkirkjan? — Hún kemur að forfallalausu út í haust hjá L.T. forlaginu í Svíþjóð. Það verða þrjú stór bindi með öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.