Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 25
PAMPHILUS
23
og afl minnkar
og mín fegurð.
Og þetta sagða eg engum,
og ei nefnda eg þann, er mig særði,
og rétt var sök og sögn, og það er satt,
og eg játa, að hún er kyngöfgari mér.
Sæmd og tilgjöf er eigi til með mér,
né gnótt féar,
en það biður þó hennar.
Eigi er annað með mér
en eg afla með erfiði mínu.
Nú ef sæl er orðin ein nautekra dóttir,
kýs þann er líkar
úr þúshundrað biðla.
Og af frægð hennar titrar mitt hvert bein,
og sök meinaði mér að segja þetta.
Traust frægðar getur oft hughreysti mikla,
og eigi lætur í hætti sína drottmng.
Og freistaða eg úr að hrinda mínu hjarta þessa rækt,
en því heitari brennur ást í 'mér.
Þú Venus, nú mátt þú sjá,
hversu íllt eg þoh,
því að þér er kunnur háski vor.
Því bið eg þig:
Ein er sú í grennd við mig,
er eg vilda eigi að mér væri,
og ef eigi stoðar mér miskunn yður,
þá týni eg henni þunglega,
því að eldur þyngir meir þeim er á liggur
en hinum er fjarri er.
Mig myndi og minnur saka,
ef hún fjarn væri,
því að það er sagt
að hún sé ein fegri öllum návistarkonum sínum.
Ver þú hógvær bænum mínum,
og eigi þú í móti mér mæl,