Helgafell - 01.04.1954, Síða 21

Helgafell - 01.04.1954, Síða 21
HUGLEIÐINGAR 1 HANDRITASAFNI 19 mnan norrænna málvísinda — en mér skilst, að þær séu varla eins nauð- synlegar nú og áður, svo fremi sem hægt er að ljósmynda handritið sjálft. Onnur leið er sú að láta útgáfuna ná yfir eitthvert einstakt bókmennta- verk, kanna allar heimildir þess og prenta verkið sem sérstakan texta — eða e. t. v. marga texta — með frábrugðnu orðavali. Slík aðferð krefst að sjálfsögðu meiri vinnu af hálfu útgefandans. Fjöldi handritanna getur oft haft niðurdrepandi áhrif; ekki er óalgengt, að' íslendingasaga fyrirfinnist i allt að 50 handritum eða jafnvel fleirum: það er sökum þess, að sögurnar hafa ætíð verið almennt lestrarefni, en voru ekki prentaðar fyrr en mjög seint; þess vegna voru þær afritaðar allt fram á 19. öld. Útgefanda er þegar 1 upphafi Ijóst, að hinn mikli fjöldi handrita verður stórum rýrður, þegar akvarðað er, hversu mörg þeirra rnuni hafa gildi við textaskýringu; stund- urn verða aðeins eitt eða tvö eítir, sem lögð eru þá til grundvallar útgáf- unni. Það krefur einatt mikillar þolinmæði að komast að þess háttar niður- stöðu, en það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa, að útgefandinn hætti þar ekki á hálfnaðri leið. Við vitum allt of mörg sorgleg dæmi þess, að nauð- synlegar undirbúningsrannsóknir fyrir útgáfur hafa ekki verið unnar til hlítar og afleiðingarnar brátt orðið þær, að handritum, sem í rauninni hafa haft textaskýringar-gildi, hefur verið þokað til hliðar sem væru þau einskis virði, og einnig hið gagnstæða: að afritanir varðveittra handrita hafa verið ulitnar mikilsverðar heimildir. Því má ekki heldur gleyma, að útgáfa hefur ekki aðeins þann tilgang að reyna að skera úr um það, hvað hinn uppruna- lögi texti sé; liún á helzt einnig að veita vitneskju um það, hverja meðferð lextinn hefur fengið, hvort honum hefur verið breytt við tímans rás. Þegar á allt er litið, hlýtur þann, sem þekkingu hefur á handritunum, °ft að undra það, hve ófullnægjandi ýmsar hinar svonefndu skýringa-út- gafur eru. Allt of oft verður maður þess var, að handritsefnið hefur ekki verið hagnýtt til fulls, að lesmálsmunurinn er tilviljunarkenndur og villandi, að sambandið milli handritanna hefur ekki verið athugað til hlítar. Ósann- gjarnt væri að ætla, að þetta sé einu saman kæruleysi útgefandans að kenna. Orsökin er oft sú, að verkefnið hefur verið það viðamikið, að getu utgefandans hefur reynzt það ofjarl, þegar Ijúka þurfti því innan hæfilegs flrna, ellegar að útgefandinn hefur ekki haft það mikla þjálfun í slíku starfi, að honum hafi verið fyllilega Ijóst, hvað gera skyldi. Það er mín reynsla, að auðveldara sé að afla fjár til þess að fá útgáfu Prentaða en að rekast á mann, sem geti leyst starfið af hendi. Þetta er í sarnraami við það, að næstum ógjörningur er að finna nokkurn þann, sem ' esalings útgefandinn geti reist lifsafkomu sína á, meðan verkið er unnið. _arf útgefandans er hér á norðlægari löndum varla álitið neitt sérlega Vlrðulegt innan vísindanna; það er víst nokkurnveginn óhugsanlegt, t. d., aÖ það geti yfirleitt auðveldað nokkrum manni veg til doktorsgráðu. Þess 'egna er ofur skiljanlegt, að ungur maður, sem sett hefur sér það mark e. t. v. með styrk til náms — að afla sér viðurkenningar á sviði vísinda, snúi sér fremur að öðrum viðfangsefnum. Utan Norðurlanda er land eitt, Par sem öllu auðveldara er að fá lærdómsgráðu fyrir útgáfustarf, og fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.